Handbolti

Ólafur Andrés á leið til Hannover-Burgdorf

Ólafur í leik á EM í janúar.
Ólafur í leik á EM í janúar. vísir/daníel
Landsliðsmaðurinn Ólafur Andrés Guðmundsson mun yfirgefa núverandi félag sitt, Kristianstad, í sumar því hann er búinn að semja við þýskt úrvalsdeildarfélag.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis er Ólafur búinn að skrifa undir samning við Hannover-Burgdorf. Það verður tilkynnt um þessi vistaskipti í lok tímabilsins.

Ólafur hefur átt afar góðu gengi að fagna hjá Kristianstad og er lykilmaður hjá félaginu sem varð í öðru sæti deildarinnar. Liðið er nú komið í undanúrslit í keppninni um sænska meistaratitilinn.

Skyttan öfluga hefur tekið sér drjúgan tíma í að taka ákvörðun en honum líður vel í Svíþjóð. Hann hefur aftur á móti tekið ákvörðun um að reyna fyrir sér á nýjum stað næsta vetur þar sem hann mun spila í sterkustu deild heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×