Er lagið Stairway to Heaven stolið? 19. maí 2014 21:00 Led Zeppelin eru sagðir hafa stolið hluta lagsins Stairway to Heaven. Vísir/Getty Hljómsveitin Led Zeppelin er líklega á leið í réttarsalinn vegna ásakana um að lagið, Stairway to Heaven sé að hluta til stolið frá hljómsveitinni Spirit. Inngangsstef lagsins sem Jimmy Page leikur svo fallega er sagt vera stolið úr laginu Taurus af fyrstu plötu Spirit. Samkvæmt miðlum á borð við The Guardian er lögfræðingur gítarleikara Spirit, Randy California að útbúa kröfu sem kveður á um að lögbann verði sett á lagið. Led Zeppelin hefur í hyggju að gefa út endurhljómblandaða plötu með laginu og er það ástæðan fyrir því að California fer í hart. Lögfræðingurinn fer fram á að California verði einnig skrifaður fyrir laginu og þar með, að hann og Spirit fái eitthvað fé fyrir sinn snúð. Led Zeppelin og Spirit fóru saman í tónleikaferðalag um Bandaríkin árið 1968 og 1969 og var Zeppelin upphitunarhljómsveit á ferðalaginu. Þar með hafa lögfræðingar talið að Page hafi hnuplað stefinu á því tónleikaferðalagi en Stairway to Heaven kom út árið 1971. Page hefur þó alltaf haldið því fram að hann hafi samið lagið í sumarbústað á Wales árið 1970. Randy California hefur áður tjáð sig um málið og sagt lagið verið stolið af sér og sinni sveit. Hér fyrir neðan eru lögin tvö, sitt sýnist og heyrist hverjum. Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Led Zeppelin er líklega á leið í réttarsalinn vegna ásakana um að lagið, Stairway to Heaven sé að hluta til stolið frá hljómsveitinni Spirit. Inngangsstef lagsins sem Jimmy Page leikur svo fallega er sagt vera stolið úr laginu Taurus af fyrstu plötu Spirit. Samkvæmt miðlum á borð við The Guardian er lögfræðingur gítarleikara Spirit, Randy California að útbúa kröfu sem kveður á um að lögbann verði sett á lagið. Led Zeppelin hefur í hyggju að gefa út endurhljómblandaða plötu með laginu og er það ástæðan fyrir því að California fer í hart. Lögfræðingurinn fer fram á að California verði einnig skrifaður fyrir laginu og þar með, að hann og Spirit fái eitthvað fé fyrir sinn snúð. Led Zeppelin og Spirit fóru saman í tónleikaferðalag um Bandaríkin árið 1968 og 1969 og var Zeppelin upphitunarhljómsveit á ferðalaginu. Þar með hafa lögfræðingar talið að Page hafi hnuplað stefinu á því tónleikaferðalagi en Stairway to Heaven kom út árið 1971. Page hefur þó alltaf haldið því fram að hann hafi samið lagið í sumarbústað á Wales árið 1970. Randy California hefur áður tjáð sig um málið og sagt lagið verið stolið af sér og sinni sveit. Hér fyrir neðan eru lögin tvö, sitt sýnist og heyrist hverjum.
Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira