Er Gunnar Magnússon Ulrik Wilbæk Íslands? | Myndband
Guðjón Guðmundsson ræddi við aðstoðarlandsliðsþjálfarann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Gunnar Magnússon kannski Ulrik Wilbæk Íslands. Göngulagið það sama og taktarnir ekki ósvipaðir,“ segir Guðjón um Gunnar en Wilbæk er fyrrverandi landsliðsþjálfari Dana.
Hvernig var tímabilið hjá ÍBV lagt upp þegar lagt var af stað síðasta sumar?
„Við ætluðum að taka okkur tíma í að finna hvað hentaði okkur. En í janúar byrjar þetta að smella. Við fundum réttu taktíktina og vörnin fór að smella. Þá svona tók liðið mikinn kipp,“ segir Gunnar.
Hann segir að ÍBV verði að styrkja sig fyrir átökin næsta vetur en það gengur illa að fá menn til að spila í Eyjum.
„Við erum búnir að tala við þá marga en það eru allir búnir að segja nei. En við hættum ekkert og gefumst ekki upp. Við erum með frábæra aðstöðu og það er ekki hægt að klúðra þessu ef þú kemur til Eyja að spila handbolta,“ segir Gunnar Magnússon.
Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir

Stuðningsmenn ÍBV komu þjálfaranum til að gráta
Arnar Pétursson varð klökkur í viðtali við Vísi eftir að ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í fyrsta sinn í sögu félagsins í kvöld.

Valsmenn lofuðu mér stóru hlutverki í 2. flokki
Agnar Smári Jónsson skoraði ekki bara þrettán mörk og tryggði ÍBV Íslandsmeistaratitilinn með sigurmarkinu tuttugu sekúndum fyrir leikslok. Hann jafnaði líka met Sigurðar Vals Sveinssonar í flestum mörkum utan af velli í einum leik í lokaúrslitum karla í

Íslandsmeistararnir fengu gæsahúðar-móttökur úti í Eyjum - myndband
Eyjamenn fögnuðu vel í gærkvöldi og nótt eftir að karlalið félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrsta sinn í sögunni.

Þreföld Þjóðhátíð í Vestmannaeyjahöfn | Myndband
Stemningin á bryggjunni í Vestmannaeyjum í nótt var lyginni líkust þegar Íslandsmeistarar ÍBV komu í höfn.

Gunnar: Eyjamenn vita ekki hvað það er að gefast upp
Gunnar Magnússon var nánast í losti eftir leikinn enda orðinn Íslandsmeistari á sínu fyrsta ári sem þjálfari ÍBV.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 28-29 | ÍBV Íslandsmeistari
ÍBV varð í kvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta skipti er liðið vann ævintýralegan sigur á Haukum í oddaleik. Gríðarlega jafn leikur en Eyjapeyjar kórónuðu ævintýri vetrarins með mögnuðum sigri.