Handbolti

EHF-bikarinn til Ungverjalands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pick Szeged eru EHF-meistarar.
Pick Szeged eru EHF-meistarar. Vísir/AFP
Pick Szeged vann Montpellier 29-28 í úrslitaleik EHF-bikarsins í handbolta sem fór fram í Berlín í dag. Staðan í hálfleik var 16-14, Ungverjunum í vil.

Ference Ilyés var markahæstur í liði Pick Szeged með sjö mörk, en Svíinn Jonas Larholm kom næstur með fimm. Dragan Gajic var langmarkahæstur í liði Frakkanna með tíu mörk.

Liðin sem töpuðu í undanúrslitnuum í gær, HCM Constanta frá Rúmeníu og Füsche Berlin, áttust einnig við í dag. Berlínarrefir Dags Sigurðssonar höfðu betur, 29-28, eftir að Rúmenarnir höfðu leitt með einu marki í hálfleik.

Iker Romero skoraði átta mörk fyrir Füsche Berlin og Sven-Sören Christophersen sex. Iuliu Csepreghi var markahæstur í liði Rúmenanna með sex mörk.


Tengdar fréttir

Dagur og félagar komust ekki í úrslit

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füsche Berlin biðu lægri hlut fyrir ungverska liðinu Pick Szeged í undanúrslitum EHF-bikarsins í handbolta, en leikið var í Berlín í dag. Staðan í hálfleik var 9-13, Ungverjunum í vil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×