Auk Bítlalagsins flutti hann Metallica-lögin Nothing Else Matters og Until it Sleeps, en hann naut aðstoðar Green Day-söngvarans Billies Joe Armstrong og gítarleikarans Joes Satriani í lagasyrpu sem innihélt lögin American Idiot og Boulevard of Broken Dreams eftir Green Day og Turn the Page eftir Bob Seger.
Lögin má hlusta á hér fyrir neðan.