Handbolti

Guif úr leik

Aron Rafn Eðvarðsson og félagar töpuðu í dag.
Aron Rafn Eðvarðsson og félagar töpuðu í dag. Fréttablaðið/EPA
Kristjáni Andréssyni og lærisveinum hans í Guif frá Eskilstuna tókst ekki að komast í úrslitaleikinn um sænska meistaratitilinn í handbolta. Þetta varð ljóst eftir tap liðsins fyrir Alingsås á útivelli í dag.

Lokatölur urðu 28-25, eftir að staðan hafði verið 14-12 í hálfleik. Alingsås vann einvígið samtals 3-1 og er komið í úrslitaleikinn þar sem liðið mætir Lugi, sem sló Ólaf Guðmundsson og félaga í Kristianstad út í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Heimir Óli Heimisson skoraði tvö mörk fyrir Guif í leiknum í dag, en með liðinu leikur einnig annar Haukamaður, Aron Rafn Eðvarðsson.


Tengdar fréttir

Tímabilið búið hjá Ólafi

Kristianstad féll í kvöld úr leik í undanúrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar er liðið tapaði fyrir Lugi, 25-23.

Guif og Kristianstad töpuðu bæði

Íslendingaliðin tvö í undanúrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildar karla í handbolta, Guif og Kristianstad, urðu bæði að sætta sig við tap í leikjunum sínum í kvöld.

Guif jafnaði metin

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Guif eru í fínni stöðu í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×