Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að raða inn mörkunum í norsku úrvalsdeildinni en í dag skoraði hann bæði mörk Vålerenga í 2-2 jafntefli gegn Start.
Viðar kom sínum mönnum yfir á fimmtándu mínútu en Start náði að svara með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Viðar tryggði Vålerenga svo annað stigið með því að skora úr vítaspyrnu á lokamínútu venjulegs leiktíma..
Viðar hefur verið sjóðheitur síðan hann kom til Noregs og er langmarkhæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Næstu menn á eftir koma með fimm mörk.
Hjötur Logi Valgarðsson lagði upp mark fyrir Sogndal sem gerði 2-2 jafntefli við Álasund. Hjörtur Logi spilaði allan leikinn.
Steven Lennon, fyrrum leikmaður Fram, skoraði annað marka Sandnes Ulf í 2-2 jafntefli gegn Viking. Steinþór Freyr Þorsteinsson lagði upp fyrra mark sinna manna í Viking.
Sverrir Ingi Ingason, Indriði Sigurðsson, Björn Daníel Sverrisson, Jón Daði Böðvarðsson og Steinþór Freyr voru allir í byrjunarliði Viking og spiluðu allan leikinn. Hannes Þór Halldórsson stóð í markinu hjá Sandnes Ulf.
Bodö/Glimt vann Brann, 2-1, á útivelli en Birkir Már Sævarsson sat allan leikinn á bekknum hjá síðarnefnda liðinu.
Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde sem vann Lilleström, 2-1, á útivelli. Pálmi Rafn Pálmason spilaði allan leikinn fyrir Lilleström.
Molde er á toppi deildarinnar með 22 stig og fimm stiga forystu á næsta lið. Viking er í þriðja sæti með sautján stig, Vålerenga er í fjórða sætinu með fimmtán stig og Lilleström í því sjöunda með fjórtán stig. Brann, Sandnes Ulf og Haugesund eru meðal neðstu liða.
Tíu mörk í níu leikjum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn




„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn


Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn