Handbolti

Guif fékk á sig sigurmark einni sekúndu fyrir leikslok

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Rafn stóð sig vel en það var ekki nóg.
Aron Rafn stóð sig vel en það var ekki nóg. Vísir/EPA
Guif frá Eskilstuna tapaði fyrir Alingsås, 21-20, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld í ævintýrlega spennandi leik.

Guif komst yfir, 20-19, þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en tókst ekki að skora fleiri mörk og missti leikinn niður í tap.

Gestirnir í Alingsås jöfnuðu leikinn, 20-20, þegar ein og hálf mínúta var eftir með marki úr vítakasti og skoruðu svo sigurmarkið þegar ein sekúnda var eftir af leiknum, 21-20.

Gríðarlega svekkjandi tap fyrir strákana hans KristjánsAndréssonar sem þurfa nú sigur á útivelli til að jafna einvígið og tryggja sér oddaleik á heimavelli. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslitaleikinn.

Aron Rafn Eðvarðsson stóð vaktina í marki heimamanna og varði þrettán skot og var með 45 prósent hlutfallsmarkvörslu en Heimir Óli Heimisson komst ekki á blað á línunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×