James Franco æfur yfir framhaldi Spring Breakers 15. maí 2014 17:30 Harmony Korine og James Franco Vísir/Getty Í síðustu viku var það tilkynnt í fjölmiðlum vestanhafs að sjálfstætt framhald yrði gert á kvikmyndinni Spring Breakers. Kvikmyndin er eftir Harmony Korine og kom út í fyrra, en hún átti mikilli velgengni að fagna. Spring Breakers skartar Selenu Gomez, Vanessu Hudgens, Ashley Benson og James Franco í aðalhlutverkum og segir frá vinkonum sem lenda í vandræðum eftir kynni sín við eiturlyfjasala að nafni Alien. Nú er komið í ljós að hvorki Franco né Korine koma til með að taka þátt í verkefninu, en Korine gerði garðinn frægan árið 1995 með handriti sínu að kvikmyndinni Kids. Franco birti mynd af sér á Instagram þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni. „Myndin verður gerð án míns samþykkis, eða samþykkis Harmony Korine. Hinn upprunalega Spring Breakers var sköpunarverk Harmony og nú ætla kvikmyndaframleiðendur að notfæra sér frumlega kvikmynd til þess að græða pening á lélegri framhaldsmynd. Ég vil að allir viti að hver sá sem tekur að sér að vinna við þessa mynd er að stökkva um borð í sökkvandi skútu. Myndin verður ömurleg, vegna þess að það er verið að reyna að hafa sköpunargáfu einhvers annars að féþúfu. Getiði ímyndað ykkur ef einhver reyndi að gera framhald af Taxi Driver án þess að Scorsese eða DeNiro myndu samþykkja? Fáránlegt!“ Sjálfstætt framhald myndarinnar, sem heitir Spring Breakers: The Second Coming er byggt á handriti höfundarins Irvine Welsh, sem skrifaði meðal annars handritið af kvikmyndinni Trainspotting. Leikstjóri myndarinnar er Jonas Akerlund, sem er ef til vill hvað best þekktur fyrir að leikstýra tónlistarmyndböndum, til að mynda Ray of Light, eftir Madonnu og Paparazzi eftir Lady GaGa. Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Í síðustu viku var það tilkynnt í fjölmiðlum vestanhafs að sjálfstætt framhald yrði gert á kvikmyndinni Spring Breakers. Kvikmyndin er eftir Harmony Korine og kom út í fyrra, en hún átti mikilli velgengni að fagna. Spring Breakers skartar Selenu Gomez, Vanessu Hudgens, Ashley Benson og James Franco í aðalhlutverkum og segir frá vinkonum sem lenda í vandræðum eftir kynni sín við eiturlyfjasala að nafni Alien. Nú er komið í ljós að hvorki Franco né Korine koma til með að taka þátt í verkefninu, en Korine gerði garðinn frægan árið 1995 með handriti sínu að kvikmyndinni Kids. Franco birti mynd af sér á Instagram þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni. „Myndin verður gerð án míns samþykkis, eða samþykkis Harmony Korine. Hinn upprunalega Spring Breakers var sköpunarverk Harmony og nú ætla kvikmyndaframleiðendur að notfæra sér frumlega kvikmynd til þess að græða pening á lélegri framhaldsmynd. Ég vil að allir viti að hver sá sem tekur að sér að vinna við þessa mynd er að stökkva um borð í sökkvandi skútu. Myndin verður ömurleg, vegna þess að það er verið að reyna að hafa sköpunargáfu einhvers annars að féþúfu. Getiði ímyndað ykkur ef einhver reyndi að gera framhald af Taxi Driver án þess að Scorsese eða DeNiro myndu samþykkja? Fáránlegt!“ Sjálfstætt framhald myndarinnar, sem heitir Spring Breakers: The Second Coming er byggt á handriti höfundarins Irvine Welsh, sem skrifaði meðal annars handritið af kvikmyndinni Trainspotting. Leikstjóri myndarinnar er Jonas Akerlund, sem er ef til vill hvað best þekktur fyrir að leikstýra tónlistarmyndböndum, til að mynda Ray of Light, eftir Madonnu og Paparazzi eftir Lady GaGa.
Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira