Handbolti

Hamburg fékk ekki keppnisleyfi

Martin Schwalb, þjálfari Hamburg.
Martin Schwalb, þjálfari Hamburg. vísir/getty
Evrópumeistarar Hamburg eru að öllum líkindum á leið í kjallarann í þýska handboltanum en félagið fékk ekki keppnisleyfi í efstu deild fyrir næsta tímabil.

Ástæðan er sú að félagið hefur ekki sýnt fram á að geta rekið sig í kjölfar þess að auðkýfingurinn Andreas Rudolph dró saman seglin og yfirgaf félagið. Hann var búinn að dæla fjórum milljörðum króna í félagið. Án hans stuðnings getur félagið ekki rekið sig.

Leikmenn hafa ekki fengið laun fyrir síðasta mánuð og félagið skuldar víðar. Það vantar um 400 milljónir króna upp á að félagið geti klárað tímabilið skuldlaust.

"Hamburg er eitt mikilvægasta liðið í deildinni. En á endanum gilda sömu reglurnar fyrir alla," sagði framkvæmdastjóri þýska handknattleikssambandsins, Holger Kaiser.

Félagið hefur viku til þess að áfrýja úrskurðinum. Ef Hamburg fer með málið alla leið ættu örlög þess endanlega að skýrast þann 15. júní í síðasta lagi.


Tengdar fréttir

Hamburg er á leið á hausinn

Handboltaveldið Hamburg er hrunið og svo gæti farið að Meistarardeildarmeistararnir séu á leið í gjaldþrot og úr þýsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×