Besta bílaauglýsingin Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2014 11:00 Eigandi þessa gamla Volvo bíls er sannarleg í mun að selja bílinn sinn og hefur gengið lengra en flestir til að vekja athygli á söluvöru sinni. Það er ekki eins og hann sé með neinn gullmola í höndunum, en myndbandsauglýsing hans er hrein snilld, sérlega faglega unnin og gæti sómt sér hjá hvaða bílaframleiðanda sem er. Auk þess er auglýsing hans heiðarleg og greinargóð og lýsir bæði göllum og kostum þess sem hann er að selja, Volvo 245 skutbíl af árgerð 1993 sem er talsvert ryðgaður. Þessi aðferð Volvo eigandans er náttúrulega til eftirbreytni og kaupendur notaðra bíla væru mun betur upplýstir ef allir færu að dæmi hans. Hver veit nema hann fái uppsett verð fyrir vikið, en hann setur upp 7.500 sænskar krónur á gripinn, eða 130.000 krónur. Hann á það skilið! Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent
Eigandi þessa gamla Volvo bíls er sannarleg í mun að selja bílinn sinn og hefur gengið lengra en flestir til að vekja athygli á söluvöru sinni. Það er ekki eins og hann sé með neinn gullmola í höndunum, en myndbandsauglýsing hans er hrein snilld, sérlega faglega unnin og gæti sómt sér hjá hvaða bílaframleiðanda sem er. Auk þess er auglýsing hans heiðarleg og greinargóð og lýsir bæði göllum og kostum þess sem hann er að selja, Volvo 245 skutbíl af árgerð 1993 sem er talsvert ryðgaður. Þessi aðferð Volvo eigandans er náttúrulega til eftirbreytni og kaupendur notaðra bíla væru mun betur upplýstir ef allir færu að dæmi hans. Hver veit nema hann fái uppsett verð fyrir vikið, en hann setur upp 7.500 sænskar krónur á gripinn, eða 130.000 krónur. Hann á það skilið!
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent