Íslenskur strákur með forstjóralaun á Facebook Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. maí 2014 08:00 Heimir vann áður í álverinu á Reyðarfirði en er nú kominn á Facebook. Heimir Arnfinnsson, 28 ára Reyðfirðingur, fékk nóg að vinna í álverinu og aflar sér nú tekna á netinu. Heimir hefur það fínt og segir hann tekjurnar af netinu duga vel til þess að halda fjölskyldunni sinni uppi. „Ég vil kannski ekki nefna neina upphæð. En þetta er alveg farið að slaga upp í forstjóralaun,“ segir Heimir í spjalli við blaðamann Vísis og bætir við: „Konan mín er leikskólakennari og launin þar eru því miður ekkert sérstök. En við höfum það mjög fínt." Heimir þénar peninga með því að kaupa auglýsingar á Facebook og selur tilteknum markhópum vörur. „Maður getur fundið markhópa á mjög nákvæman hátt í gegnum auglýsingar á Facebook. Til dæmis getur maður auglýst hjá mæðrum slökkviliðsmanna. Og ég læt framleiða vörur, til dæmis boli með slagorðum slökkviliðsmanna, og auglýsi þá í þessum þrönga markhópi. Ég læt framleiða bolina erlendis og sendi þá um allan heim. En fyrst og fremst herja ég á Bandaríkjamarkað,“ útskýrir hann. Heimir stundar ýmiskonar önnur viðskipti á netinu. „Ég er alltaf að finna mér ný verkefni, alltaf að reyna að læra nýja hluti. Það er gríðarlega mikilvægt.“Facebook er lykillinEn Facebook er lykillinn að velgengni Heimis. „Ég kaupi allskonar auglýsingar á Facebook. Til dæmis auglýsi ég heimasíður sem ég held úti. Og á heimasíðunum sel ég auglýsingapláss. Með því að auglýsa síðurnar fæ ég aukna umferð,“ segir hann. Heimir er ekki með neina starfsmenn í kringum reksturinn sinn. „Nei, en ég kaupi mikla vinnu. Það eru einskonar markaðstorg um allt á netinu. Maður getur auglýst eftir grafískum hönnuðum, forriturum og fólki til að skrifa greinar. Ég nýti mér þetta allt til þess að varan mín verði sem best, hvort sem það eru heimasíður eða bolir.“ „Ég stunda líka markaðssetnginu á ákveðnum vörum og er einskonar milliliður fyrir söluaðila. Til dæmis auglýsi ég kannski fæðubótaefni og tek við pöntunum frá áhugasömu fólki. Síðan kem ég þeim pöntunum áfram á söluaðila og fé prósentu. Þetta geri ég allt í gegnum netið.“Byrjaði allt á GoogleHeimir vann áður í álverinu á Reyðarfirði en langaði í auknar tekjur. Eftir eina kvöldvaktina í álverinu kom hann heim og ákvað að „gúggla“ hvað hann ætti að gera. „Ég settist við tölvuna og skrifaði „How to make money online?“ og fletti upp í Google. Þetta var á 23 ára afmælisdeginum mínum. Ég hugsaði með mér að ég vildi ekki vinna í álverinu til æviloka og ákvað að prófa þetta.“ Heimir reyndi ýmislegt af því sem honum var ráðlagt á Google, en það skilaði ekki tilætluðum árangri. „Ég var alveg eitt og hálft eða tvö ár að prófa mig áfram. Ég kom þá heim af vöktum og fór beint í tölvuna. Svo árið 2011 var ég farinn að þéna nógu mikið til þess að geta hætt að vinna í álverinu,“ rifjar hann upp og heldur áfram: „Þetta var farið að taka svo mikinn tíma frá mér, vinnan í álverinu og á netinu. Ég var á tólf tíma vöktum í álverinu og tók gjarnan aukavaktir. Ofan á þetta bættist svo öll vinnan á netinu. Þetta var bara orðið of mikið. Ég sá fram á að hafa það gott með því að einbeita mér að netinu og lét því til skarar skríða. Þá tók ég líka stökk í innkomu.“Sveigjanlegur og mætir sexEn þetta er ekki auðveld vinna, markaðssetning á netinu, segir Heimir. Hann þarf að hafa fyrir hlutunum. „Þetta er rosalega mikil vinna. Ég mæti á skrifstofuna mína um sex á morgnanna og er stundum þar til sex á kvöldin. Svo fæ ég líka hugmyndir sem ég vil keyra áfram og þá er ég á fullu á kvöldin líka.“ Heimir segir mikilvægt að vera sveigjanlegur ef maður ætlar að þéna vel á netinu. „Maður þarf að vera opinn fyrir að prófa nýja hluti og opinn fyrir tækninýjungum. Ég einbeiti mér ekki að einhverjum einum hlut, eða einum markaði. Ég er alltaf að leita nýrra leiða til þess að þéna. Ég er til dæmis kominn út í gjaldeyrisviðskipti til þess að fjölga tekjulindum.“Tekur ekki þátt í lífsgæðakapphlaupiÞó Heimir og fjölskylda hans hafi það gott vill hann ekki taka þátt í neinu kapphlaupi. „Við búum í parhúsi og ökum ekki um á nýjum bílum. Ég vil frekar beina sjónum mínum að fjárfestingum sem gefa eitthvað af sér. Ég reyni líka að vera duglegur að gefa til góðgerðamála. Og ég hef tekið eftir því að því meira sem ég gef, því meira þéna ég.“ Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Sjá meira
Heimir Arnfinnsson, 28 ára Reyðfirðingur, fékk nóg að vinna í álverinu og aflar sér nú tekna á netinu. Heimir hefur það fínt og segir hann tekjurnar af netinu duga vel til þess að halda fjölskyldunni sinni uppi. „Ég vil kannski ekki nefna neina upphæð. En þetta er alveg farið að slaga upp í forstjóralaun,“ segir Heimir í spjalli við blaðamann Vísis og bætir við: „Konan mín er leikskólakennari og launin þar eru því miður ekkert sérstök. En við höfum það mjög fínt." Heimir þénar peninga með því að kaupa auglýsingar á Facebook og selur tilteknum markhópum vörur. „Maður getur fundið markhópa á mjög nákvæman hátt í gegnum auglýsingar á Facebook. Til dæmis getur maður auglýst hjá mæðrum slökkviliðsmanna. Og ég læt framleiða vörur, til dæmis boli með slagorðum slökkviliðsmanna, og auglýsi þá í þessum þrönga markhópi. Ég læt framleiða bolina erlendis og sendi þá um allan heim. En fyrst og fremst herja ég á Bandaríkjamarkað,“ útskýrir hann. Heimir stundar ýmiskonar önnur viðskipti á netinu. „Ég er alltaf að finna mér ný verkefni, alltaf að reyna að læra nýja hluti. Það er gríðarlega mikilvægt.“Facebook er lykillinEn Facebook er lykillinn að velgengni Heimis. „Ég kaupi allskonar auglýsingar á Facebook. Til dæmis auglýsi ég heimasíður sem ég held úti. Og á heimasíðunum sel ég auglýsingapláss. Með því að auglýsa síðurnar fæ ég aukna umferð,“ segir hann. Heimir er ekki með neina starfsmenn í kringum reksturinn sinn. „Nei, en ég kaupi mikla vinnu. Það eru einskonar markaðstorg um allt á netinu. Maður getur auglýst eftir grafískum hönnuðum, forriturum og fólki til að skrifa greinar. Ég nýti mér þetta allt til þess að varan mín verði sem best, hvort sem það eru heimasíður eða bolir.“ „Ég stunda líka markaðssetnginu á ákveðnum vörum og er einskonar milliliður fyrir söluaðila. Til dæmis auglýsi ég kannski fæðubótaefni og tek við pöntunum frá áhugasömu fólki. Síðan kem ég þeim pöntunum áfram á söluaðila og fé prósentu. Þetta geri ég allt í gegnum netið.“Byrjaði allt á GoogleHeimir vann áður í álverinu á Reyðarfirði en langaði í auknar tekjur. Eftir eina kvöldvaktina í álverinu kom hann heim og ákvað að „gúggla“ hvað hann ætti að gera. „Ég settist við tölvuna og skrifaði „How to make money online?“ og fletti upp í Google. Þetta var á 23 ára afmælisdeginum mínum. Ég hugsaði með mér að ég vildi ekki vinna í álverinu til æviloka og ákvað að prófa þetta.“ Heimir reyndi ýmislegt af því sem honum var ráðlagt á Google, en það skilaði ekki tilætluðum árangri. „Ég var alveg eitt og hálft eða tvö ár að prófa mig áfram. Ég kom þá heim af vöktum og fór beint í tölvuna. Svo árið 2011 var ég farinn að þéna nógu mikið til þess að geta hætt að vinna í álverinu,“ rifjar hann upp og heldur áfram: „Þetta var farið að taka svo mikinn tíma frá mér, vinnan í álverinu og á netinu. Ég var á tólf tíma vöktum í álverinu og tók gjarnan aukavaktir. Ofan á þetta bættist svo öll vinnan á netinu. Þetta var bara orðið of mikið. Ég sá fram á að hafa það gott með því að einbeita mér að netinu og lét því til skarar skríða. Þá tók ég líka stökk í innkomu.“Sveigjanlegur og mætir sexEn þetta er ekki auðveld vinna, markaðssetning á netinu, segir Heimir. Hann þarf að hafa fyrir hlutunum. „Þetta er rosalega mikil vinna. Ég mæti á skrifstofuna mína um sex á morgnanna og er stundum þar til sex á kvöldin. Svo fæ ég líka hugmyndir sem ég vil keyra áfram og þá er ég á fullu á kvöldin líka.“ Heimir segir mikilvægt að vera sveigjanlegur ef maður ætlar að þéna vel á netinu. „Maður þarf að vera opinn fyrir að prófa nýja hluti og opinn fyrir tækninýjungum. Ég einbeiti mér ekki að einhverjum einum hlut, eða einum markaði. Ég er alltaf að leita nýrra leiða til þess að þéna. Ég er til dæmis kominn út í gjaldeyrisviðskipti til þess að fjölga tekjulindum.“Tekur ekki þátt í lífsgæðakapphlaupiÞó Heimir og fjölskylda hans hafi það gott vill hann ekki taka þátt í neinu kapphlaupi. „Við búum í parhúsi og ökum ekki um á nýjum bílum. Ég vil frekar beina sjónum mínum að fjárfestingum sem gefa eitthvað af sér. Ég reyni líka að vera duglegur að gefa til góðgerðamála. Og ég hef tekið eftir því að því meira sem ég gef, því meira þéna ég.“
Mest lesið Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Sjá meira