Dekk með innbyggðri fjöðrun Finnur Thorlacius skrifar 12. maí 2014 11:45 Það er þónokkur draumsýn að aka um á bíl með enga fjöðrun í undirvagni, en það gæti orðið að veruleika. Fyrirtæki eitt í Ísrael hefur þróað dekk, sem reyndar var þróað fyrir reiðhjól og hjólastóla, sem fjaðrar svo vel að engin ástæða er fyrir annarri innbyggðri fjöðrun. Fjöðrun dekkjanna, sem fengið hafa heitið Softwheel, má stilla eftir þyngd þess sem ferðast um á þeim. Ísraelska fyrirtækið hefur kynnt þessa uppgötvun sína fyrir Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz og engum sögum fer af því hvort Benz hyggst reyna hana á bílum sínum. Sala á Softwheel dekkjunum hefst seinna á þessu ári, bæði til notkunar á reiðhjólum og hjólastólum, sem hingað til hafa fæstir verið búnir nokkurri fjöðrun. Verð dekkjanna verður 2.000 dollarar parið, eða um 225.000 krónur. Sjá má virkni hjólanna í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent
Það er þónokkur draumsýn að aka um á bíl með enga fjöðrun í undirvagni, en það gæti orðið að veruleika. Fyrirtæki eitt í Ísrael hefur þróað dekk, sem reyndar var þróað fyrir reiðhjól og hjólastóla, sem fjaðrar svo vel að engin ástæða er fyrir annarri innbyggðri fjöðrun. Fjöðrun dekkjanna, sem fengið hafa heitið Softwheel, má stilla eftir þyngd þess sem ferðast um á þeim. Ísraelska fyrirtækið hefur kynnt þessa uppgötvun sína fyrir Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz og engum sögum fer af því hvort Benz hyggst reyna hana á bílum sínum. Sala á Softwheel dekkjunum hefst seinna á þessu ári, bæði til notkunar á reiðhjólum og hjólastólum, sem hingað til hafa fæstir verið búnir nokkurri fjöðrun. Verð dekkjanna verður 2.000 dollarar parið, eða um 225.000 krónur. Sjá má virkni hjólanna í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent