Russell hélt með Conchitu Wurst frá Austurríki sem bar sigur úr býtum með lagið Rise Like A Phoenix og hvatti Russell tæplega átta milljón fylgjendur sína til að kjósa hana.
„Ég styð yfirleitt ekki kosningar en vinsamlegast kjósið mig í #Eurovision í kvöld. #Austurríki,“ skrifar sprelligosinn.
Hann var greinilega sama sinnis og margir Evrópubúar í gærkvöldi því sigur Conchitu var afgerandi og hlaut hún alls 290 stig. Hollenski dúettinn The Common Linnets lenti í öðru sæti með 238 stig og hin sænska Sanna Nielsen í þriðja með 218 stig.
Framlag Íslands, lagið No Prejudice með Pollapönki, lenti í fimmtánda sæti.
I don't normally endorse voting but please vote for me on #Eurovision tonight. #Austria
— Russell Brand (@rustyrockets) May 10, 2014
I'm knackered - but what a great night. #Eurovisionpic.twitter.com/STGTtdmHB0
— Russell Brand (@rustyrockets) May 10, 2014
And @Jemima_Khan thank you for being such a gracious stylist. #eurovision#knickersnextpic.twitter.com/Xy51h444yd
— Russell Brand (@rustyrockets) May 10, 2014