„Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Stjórnendur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hyggjast í kjölfar gagnrýni á úrslit Eurovision 2025 rýna í hvort markaðsstarf þátttökuþjóða og hámarksfjöldi atkvæða hafi óeðlileg áhrif á úrslit keppninnar. Ríkisstjórn Ísraels varði miklum fjármunum í kynningarstarf fyrir framlag sitt í Eurovision-vikunni. Lífið 23.5.2025 10:53
Sigurvegarinn vill banna Ísrael Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. Lífið 22.5.2025 12:58
Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra. Lífið 20.5.2025 15:37
Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Austurríki kom, sá og sigraði Eurovision söngvakeppnina í gær. Á tíma leit hinsvegar út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum, þrátt fyrir umdeilda þátttöku. Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu keppninnar en aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist ekki hissa á góðu gengi Ísrael, það sé að þakka gegndarlausum áróðri á samfélagsmiðlum. Innlent 18. maí 2025 12:03
Palestína í Eurovision Það var áfall að sjá Ísrael lenda í öðru sæti Eurovision í gær og hljóta flest atkvæði úr símakosningu. Hvernig getur ríki sem fremur þjóðarmorð fengið svona mörg atkvæði? Er einhver maðkur í mysunni? Skoðun 18. maí 2025 11:30
Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Að loknu dramatísku Eurovision kvöldi í Basel er margt sem fólk klórar sér í kollinum yfir. Austurríkismaðurinn JJ stóð óvænt uppi sem sigurvegari með lagi sínu Wasted Love. Veðbankar töldu allar líkur á sigri Svía sem komust ekki í topp þrjú. Fréttamaður hefur fylgst grannt með Eurovision síðustu ár, og getur með sanni sagt að heildarúrslitin hafi verið ein þau óvæntustu í sögunni. Lífið 18. maí 2025 11:17
Voru í sjötta sæti í undankeppninni Strákarnir í Væb lentu í sjötta sæti í undanriðli Eurovision á þriðjudaginn. Þeir fengu þar 97 stig, einungis fjörutíu stigum minna en sigurvegarinn Úkraína. Lífið 17. maí 2025 23:55
Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa VÆB-bræður fengu sögulega fá stig frá dómnefndum á úrslitakvöldi Eurovision í kvöld, núll talsins og enduðu með 33 stig. Íslendingum var ekki skemmt og fengu útrás fyrir reiði sína á samfélagsmiðlum. Lífið 17. maí 2025 23:35
Ísland fékk stig frá þessum löndum Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands. Lífið 17. maí 2025 23:35
Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. Lífið 17. maí 2025 22:59
Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Íslendingar voru gríðarlega ánægðir með frammistöðu þeirra VÆB-bræðra, sem stigu tíundu á svið í Basel, á samfélagsmiðlum. Margir hafa sannfærst um að Ísland muni sigra keppnina. Lífið 17. maí 2025 20:35
Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Klúróvision fer fram í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld en viðburðurinn er hugsaður fyrir þá sem elska Eurovision en elska mannréttindi meira. Lífið 17. maí 2025 19:33
Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Úrslitakvöld Eurovision fór fram í Basel í kvöld þar sem Austurríki bar sigur úr býtum.VÆB-bræður fengu núll stig frá dómnefndum og enduðu næstneðstir. Vísir fylgdist með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Lífið 17. maí 2025 17:02
Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Yuval Raphael, ísraelsk söngkona, sem tekur þátt í Eurovison fyrir hönd þjóðar sinnar biðlar til Íslendinga að kjósa framlag sitt. Það gerir hún á íslensku, í auglýsingu á YouTube. Lífið 17. maí 2025 15:23
Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Í gærkvöldi fór fram svokallað dómararennsli fyrir úrlitakvöld Eurovision í kvöld en þá fylgjast dómnefndir allra 37 landanna með og gefa sinn úrskurð og úthluta þannig helmingi stiga keppninnar. Bjarni Arason söngvari sem keppti til úrslita í söngvakeppninni í ár er meðal dómara í íslensku dómnefndinni. Lífið 17. maí 2025 13:28
Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Gæti verið að Céline Dion verði með atriði á lokakvöldi Eurovision í kvöld? Stjórnendur hafa verið með loðin svör, og framkvæmd dómararennslis í gær bendir til þess að Céline muni stíga á svið í kvöld. Lífið 17. maí 2025 11:18
Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fátt virðist geta hindrað Svíana frá því að sigra Eurovision í áttunda sinn og verða þar með ein sigursælasta þjóð í sögu keppninnar. Fáar breytingar urðu í veðbönkum eftir dómararennsli gærkvöldsins, þó svo að margt hafi gengið þar á. Lífið 17. maí 2025 07:02
Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baulað var hressilega á framlag Ísrael í Eurovision á dómararennsli keppninnar í kvöld. Fagnaðarlæti yfirgnæfðu baulið á endanum. Lífið 16. maí 2025 23:12
Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Ekki nóg með að VÆB-bræður stígi á stokk á úrslitakvöldi Eurovision á morgun heldur gefa þeir einnig út nýtt lag. Tónlist 16. maí 2025 23:02
Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Væb-bræðurnir eru gríðarlega vinsælir í Basel meðal allra sem að Eurovision koma. Þó þeim sé spáð neðarlega á lokakvöldinu á laugardaginn er ekki þar með sagt að þeir endi kvöldið neðarlega. Lífið 16. maí 2025 12:49
Svona verður röð laganna á laugardaginn Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi. Lífið 16. maí 2025 07:47
Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. Lífið 15. maí 2025 17:50
Þessi tíu lög komust í úrslit Seinna undankvöld Eurovision fór fram í Basel í kvöld. Sextán atriði stigu á svið og kepptust um tíu laus sæti á úrslitakvöldinu á laugardaginn. Veðbankar voru ekki vissir hvaða atriði kæmust áfram og niðurstaðan olli ekki vonbrigðum hjá hinum hlutlausu. Lífið 15. maí 2025 17:36
VÆB bræður á forsíðu BBC Á forsíðu menningarvefs BBC má finna ljósmynd af VÆB-bræðrum ásamt dansara úr atriði þeirra. Lífið 15. maí 2025 16:46