Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

„Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“

Stjórnendur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hyggjast í kjölfar gagnrýni á úrslit Eurovision 2025 rýna í hvort markaðsstarf þátttökuþjóða og hámarksfjöldi atkvæða hafi óeðlileg áhrif á úrslit keppninnar. Ríkisstjórn Ísraels varði miklum fjármunum í kynningarstarf fyrir framlag sitt í Eurovision-vikunni.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sigur­vegarinn vill banna Ísrael

Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. 

Lífið
Fréttamynd

Vill Ísrael og Úkraínu úr Euro­vision

Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Gegndar­laus á­róður hafi tryggt gott gengi Ísraels

Austurríki kom, sá og sigraði Eurovision söngvakeppnina í gær. Á tíma leit hinsvegar út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum, þrátt fyrir umdeilda þátttöku. Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu keppninnar en aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist ekki hissa á góðu gengi Ísrael, það sé að þakka gegndarlausum áróðri á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Palestína í Euro­vision

Það var áfall að sjá Ísrael lenda í öðru sæti Eurovision í gær og hljóta flest atkvæði úr símakosningu. Hvernig getur ríki sem fremur þjóðarmorð fengið svona mörg atkvæði? Er einhver maðkur í mysunni?

Skoðun
Fréttamynd

Ein óvæntustu úr­slit Euro­vision-sögunnar

Að loknu dramatísku Eurovision kvöldi í Basel er margt sem fólk klórar sér í kollinum yfir. Austurríkismaðurinn JJ stóð óvænt uppi sem sigurvegari með lagi sínu Wasted Love. Veðbankar töldu allar líkur á sigri Svía sem komust ekki í topp þrjú. Fréttamaður hefur fylgst grannt með Eurovision síðustu ár, og getur með sanni sagt að heildarúrslitin hafi verið ein þau óvæntustu í sögunni.

Lífið
Fréttamynd

Ís­land fékk stig frá þessum löndum

Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Austur­ríki sigur­vegari Euro­vision 2025

Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum.

Lífið
Fréttamynd

Bjarni Ara í ís­lensku dóm­nefndinni

Í gærkvöldi fór fram svokallað dómararennsli fyrir úrlitakvöld Eurovision í kvöld en þá fylgjast dómnefndir allra 37 landanna með og gefa sinn úrskurð og úthluta þannig helmingi stiga keppninnar. Bjarni Arason söngvari sem keppti til úrslita í söngvakeppninni í ár er meðal dómara í íslensku dómnefndinni.

Lífið
Fréttamynd

Vin­sælir í Basel en hversu hátt ná þeir?

Væb-bræðurnir eru gríðarlega vinsælir í Basel meðal allra sem að Eurovision koma. Þó þeim sé spáð neðarlega á lokakvöldinu á laugardaginn er ekki þar með sagt að þeir endi kvöldið neðarlega.

Lífið
Fréttamynd

Svona verður röð laganna á laugar­daginn

Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi.

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­skylda truflaði flutning Ís­raela

Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 

Lífið
Fréttamynd

Þessi tíu lög komust í úr­slit

Seinna undankvöld Eurovision fór fram í Basel í kvöld. Sextán atriði stigu  á svið og kepptust um tíu laus sæti á úrslitakvöldinu á laugardaginn. Veðbankar voru ekki vissir hvaða atriði kæmust áfram og niðurstaðan olli ekki vonbrigðum hjá hinum hlutlausu. 

Lífið