Sigmundur ósammála Bjarna um sölu Landsvirkjunar 28. maí 2014 11:03 Forsætisráðherra ósammála fjármálaráðherra um sölu á hlut Landsvirkjunar visir/valli/daníel Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur það óráðlegt að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna. Þetta kom fram á opnum stjórnmálafundi með forsætisráðherra í Ólafsfirði í gærkveldi. Framsóknarfélagið í Fjallabyggð hélt fundinn þar sem Sigmundur Davíð hélt tölu um fyrsta ár ríkisstjórnarinnar og svaraði spurningum að lokinni ræðu sinni.„Ég tel að ríkið eigi að halda óbreyttu eignarhaldi á Landsvirkjun,“ sagði Sigmundur Davíð þegar hann var spurður um afstöðu hans til hugmynda Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um að það væri æskilegt að skoða hugmyndir um að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna.„Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni Benediktsson í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar þann 20. maí síðastliðinn.Í viðtali við Stöð 2 tjáði Bjarni að menn ættu að skoða þennan möguleika. „Ég tel að þetta eigi að koma til skoðunar í ljósi þeirrar stöðu sem félagið og ríkið er í og þar sem skortur er á fjárfestingarkostum í landinu í dag. Með því að lífeyrissjóðirnir fengju að koma að eignarhaldi á félaginu þá værum við áfram að halda félaginu í eigu allra landsmanna þar sem lífeyrissjóðirnir eru jú í eigu allra landsmanna.“ Bjarni Benediktsson hafði uppi þær hugmyndir að selja um 20 prósenta hlut af Landsvirkjun. Hann taldi eðlilegt að stíga varlega til jarðar og ná sátt um þessa hugmynd á næstu mánuðum. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, skrifaði á Facebook síðu sína daginn eftir ummæli Bjarna Benediktssonar þar sem hún sagði söluna ekki koma til greina af sinni hálfu.„Sala á Landsvirkjun að hluta eða öllu leyti til lífeyrissjóðanna er einkavæðing. Einkavæðing orkufyrirtækja í ríkiseigu kemur einfaldlega ekki til greina. Það sagði ég 2007, 2010 og nú aftur 2014.“ Tengdar fréttir Ágæt einkavæðing Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. 22. maí 2014 07:00 Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða. 20. maí 2014 19:46 Eygló tekur ekki í mál að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina að selja hluta af eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því í gær á ársfundi Landsvirkjunar þar sem hann sagði að stefna skuli að því að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsvirkjunar. 21. maí 2014 08:22 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur það óráðlegt að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna. Þetta kom fram á opnum stjórnmálafundi með forsætisráðherra í Ólafsfirði í gærkveldi. Framsóknarfélagið í Fjallabyggð hélt fundinn þar sem Sigmundur Davíð hélt tölu um fyrsta ár ríkisstjórnarinnar og svaraði spurningum að lokinni ræðu sinni.„Ég tel að ríkið eigi að halda óbreyttu eignarhaldi á Landsvirkjun,“ sagði Sigmundur Davíð þegar hann var spurður um afstöðu hans til hugmynda Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, um að það væri æskilegt að skoða hugmyndir um að selja hluta Landsvirkjunar til lífeyrissjóðanna.„Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni Benediktsson í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar þann 20. maí síðastliðinn.Í viðtali við Stöð 2 tjáði Bjarni að menn ættu að skoða þennan möguleika. „Ég tel að þetta eigi að koma til skoðunar í ljósi þeirrar stöðu sem félagið og ríkið er í og þar sem skortur er á fjárfestingarkostum í landinu í dag. Með því að lífeyrissjóðirnir fengju að koma að eignarhaldi á félaginu þá værum við áfram að halda félaginu í eigu allra landsmanna þar sem lífeyrissjóðirnir eru jú í eigu allra landsmanna.“ Bjarni Benediktsson hafði uppi þær hugmyndir að selja um 20 prósenta hlut af Landsvirkjun. Hann taldi eðlilegt að stíga varlega til jarðar og ná sátt um þessa hugmynd á næstu mánuðum. Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, skrifaði á Facebook síðu sína daginn eftir ummæli Bjarna Benediktssonar þar sem hún sagði söluna ekki koma til greina af sinni hálfu.„Sala á Landsvirkjun að hluta eða öllu leyti til lífeyrissjóðanna er einkavæðing. Einkavæðing orkufyrirtækja í ríkiseigu kemur einfaldlega ekki til greina. Það sagði ég 2007, 2010 og nú aftur 2014.“
Tengdar fréttir Ágæt einkavæðing Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. 22. maí 2014 07:00 Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða. 20. maí 2014 19:46 Eygló tekur ekki í mál að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina að selja hluta af eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því í gær á ársfundi Landsvirkjunar þar sem hann sagði að stefna skuli að því að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsvirkjunar. 21. maí 2014 08:22 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Ágæt einkavæðing Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra velti því upp á ársfundi Landsvirkjunar í fyrradag hvort ríkið ætti að sækjast eftir meðeigendum í fyrirtækinu. "Í því sambandi mætti hugsa sér að Landsvirkjun gæti verið ákjósanleg eign fyrir lífeyrissjóði til lengri tíma í dreifðu eignasafni,“ sagði Bjarni. 22. maí 2014 07:00
Vill selja lífeyrissjóðum 10-20% í Landsvirkjun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill stefna að því að ná samstöðu á næstu mánuðum um að tíu til tuttugu prósenta hlutur í Landsvirkjun verði seldur til lífeyrissjóða. 20. maí 2014 19:46
Eygló tekur ekki í mál að selja Landsvirkjun til lífeyrissjóða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir ekki koma til greina að selja hluta af eignarhluta ríkisins í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því í gær á ársfundi Landsvirkjunar þar sem hann sagði að stefna skuli að því að afnema ríkisábyrgð á skuldbindingum Landsvirkjunar. 21. maí 2014 08:22