Hyundai-Kia með umhverfisvænustu bílana Finnur Thorlacius skrifar 28. maí 2014 10:16 Hyundai og Kia bílar menga minnst af þeim bílaframleiðendum sem selja bíla í Bandaríkjunum. Af átta stærstu bílaframleiðendum sem selja bíla í Bandaríkjunum er Hyundai-Kia það fyrirtæki sem framleiðir umhverfisvænustu bílana. Hyundai-Kia slær með því Honda úr efsta sætinu en Honda hefur haldið því frá því þessi könnun á vegum Union of Concerned Scientists (UCS) var fyrst gerð árið 2000. Mengun sú sem stafar af Hyundai og Kia bílum hefur minnkað að meðaltali um 3% á ári á undanförnum árum, hraðar en hjá öðrum framleiðendum. Í öðru sæti framleiðendanna er Honda, Toyota í því þriðja og Nissan í fjórða. Allt eru þetta asískir framleiðendur. Í fimmta sæti er svo Volkswagen og þrjú neðstu sætin verma svo þrír stóru bandarísku bílaframleiðendurnir. Ford er í sjötta, General Motors í sjöunda og Chrysler í áttunda. Áfram eru því heimaframleiðendurnir umhverfissóðarnir og hefur það ekki breyst frá því þessar kannanir hófust. Það sem einna helst skýrir út af hverju þessir 3 framleiðendur standa sig svo illa er að þeir framleiða allir stóra pallbíla, sem menga mun meira en hefðbundnir fólksbílar. Það hjálpar til dæmis Nissan mjög að framleiða Nissan Leaf bílinn en þar sem hann telur aðeins 2% af heildarsölu Nissan í Bandaríkjunum mynda það hjálpa þeim jafn mikið að minnka eyðslu Nissan Altima, þeirra besta sölubíls þar, um 5%. Góðu fréttirnar í þessari könnun eru hinsvegar þær að bílar í dag menga 43% minna en þeir gerðu árið 1998 og munar um minna. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent
Af átta stærstu bílaframleiðendum sem selja bíla í Bandaríkjunum er Hyundai-Kia það fyrirtæki sem framleiðir umhverfisvænustu bílana. Hyundai-Kia slær með því Honda úr efsta sætinu en Honda hefur haldið því frá því þessi könnun á vegum Union of Concerned Scientists (UCS) var fyrst gerð árið 2000. Mengun sú sem stafar af Hyundai og Kia bílum hefur minnkað að meðaltali um 3% á ári á undanförnum árum, hraðar en hjá öðrum framleiðendum. Í öðru sæti framleiðendanna er Honda, Toyota í því þriðja og Nissan í fjórða. Allt eru þetta asískir framleiðendur. Í fimmta sæti er svo Volkswagen og þrjú neðstu sætin verma svo þrír stóru bandarísku bílaframleiðendurnir. Ford er í sjötta, General Motors í sjöunda og Chrysler í áttunda. Áfram eru því heimaframleiðendurnir umhverfissóðarnir og hefur það ekki breyst frá því þessar kannanir hófust. Það sem einna helst skýrir út af hverju þessir 3 framleiðendur standa sig svo illa er að þeir framleiða allir stóra pallbíla, sem menga mun meira en hefðbundnir fólksbílar. Það hjálpar til dæmis Nissan mjög að framleiða Nissan Leaf bílinn en þar sem hann telur aðeins 2% af heildarsölu Nissan í Bandaríkjunum mynda það hjálpa þeim jafn mikið að minnka eyðslu Nissan Altima, þeirra besta sölubíls þar, um 5%. Góðu fréttirnar í þessari könnun eru hinsvegar þær að bílar í dag menga 43% minna en þeir gerðu árið 1998 og munar um minna.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent