Sunna náði fugli á þremur holum í röð og vann Nettómótið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2014 16:04 Sunna Víðisdóttir er hér í miðjunni ásamt hinum verðlaunahöfunum á Nettómótinu, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og Karenu Guðnadóttur. Mynd/GSÍmyndir Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér sigur á Nettómótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina þetta var fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Sunna lék kvenna best á 75 höggum eða þremur yfir pari Hólmsvallar en hún spilaði hringina þrjá á 234 höggum eða 18 yfir pari. Hún var einu höggi á eftir Guðrúnu Brá fyrir lokadaginn en lék best í dag. Sunna lagði grunninn að sigri sínum með því að ná fugli á þremur holum í röð á seinni níu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð í öðru sæti á 236 höggum en hún leiddi mest allt mótið en varð að lokum að sætta sig við annað sætið. Guðrún Brá tapaði tveimur höggum á holunum þremur þar sem Sunna náði í fugl. Í þriðja sæti kom svo Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja á 240 höggum eða 24 yfir pari. Næsta mótið á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Strandavelli á Hellu og hefst það föstudaginn 30. maí. Eimskipsmótaröðin (1) - Nettó mótið - lokastaðan hjá konunum 1. Sunna Víðisdóttir, GR +18 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +20 3. Karen Guðnadóttir, GS +24 4. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK +32 5. Berglind Björnsdóttir, GR +33 6. Heiða Guðnadóttir, GKJ +34 7. Signý Arnórsdóttir, GK +36 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +36 9. Ingunn Einarsdóttir, GKG +37 10. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +39 Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér sigur á Nettómótinu í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina þetta var fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Sunna lék kvenna best á 75 höggum eða þremur yfir pari Hólmsvallar en hún spilaði hringina þrjá á 234 höggum eða 18 yfir pari. Hún var einu höggi á eftir Guðrúnu Brá fyrir lokadaginn en lék best í dag. Sunna lagði grunninn að sigri sínum með því að ná fugli á þremur holum í röð á seinni níu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð í öðru sæti á 236 höggum en hún leiddi mest allt mótið en varð að lokum að sætta sig við annað sætið. Guðrún Brá tapaði tveimur höggum á holunum þremur þar sem Sunna náði í fugl. Í þriðja sæti kom svo Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja á 240 höggum eða 24 yfir pari. Næsta mótið á Eimskipsmótaröðinni fer fram á Strandavelli á Hellu og hefst það föstudaginn 30. maí. Eimskipsmótaröðin (1) - Nettó mótið - lokastaðan hjá konunum 1. Sunna Víðisdóttir, GR +18 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +20 3. Karen Guðnadóttir, GS +24 4. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK +32 5. Berglind Björnsdóttir, GR +33 6. Heiða Guðnadóttir, GKJ +34 7. Signý Arnórsdóttir, GK +36 7. Þórdís Geirsdóttir, GK +36 9. Ingunn Einarsdóttir, GKG +37 10. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +39
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira