37 ár frá fyrsta sigri Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2014 20:45 Tommy Smith, Ian Callaghan og Phil Neal fagna sigrinum á Borussia Mönchengladbach. Vísir/Getty Í dag eru 37 ár liðin frá því Liverpool varð Evrópumeistari meistaraliða í fyrsta sinn. Þann 25. maí 1977 mætti Rauði herinn, undir stjórn Bobs Paisley, þýska liðinu Borussia Mönchengladbach í úrslitaleik á Ólympíuleikvanginum í Róm, frammi fyrir 57.000 áhorfendum. Þetta var fyrsti úrslitaleikur beggja liða í Evrópukeppni meistaraliða, en liðin höfðu unnið Evrópukeppni félagsliða tvö árin á undan; Gladbach 1975 og Liverpool 1976. Þá höfðu liðin mæst í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða vorið 1973, þar sem Liverpool hafði betur, 3-2 samanlagt.Steve Heighway og Berti Vogts eigast við.Vísir/GettyLið Gladbach var gríðarlega sterkt á þessum tíma, en í liðinu mátti m.a. finna fjóra leikmenn sem höfðu orðið Evrópu- og heimsmeistarar með þýska landsliðinu 1972 og 1974; Berti Vogts, Rainer Bonhof, Jupp Heynckes og Herbert Wimmer. Þá hafði Gladbach einnig innan sinna raða knattspyrnumann ársins í Evrópu árið 1977, hinn danska Allan Simonsen. Það voru heldur engir aukvissar sem skipuðu lið Liverpool á þessum tíma, en meðal þekktra leikmanna má m.a. nefna Kevin Keegan, fyrirliðann Emlyn Hughes, markvörðinn Ray Clemence og miðjumanninn Ian Callaghan, leikhæsta leikmann í sögu Liverpool. Bonhof komst nálægt því að skora í byrjun leiks þegar skot hans small í stönginni, en það voru Liverpool-menn sem tóku forystuna á 28. mínútu þegar Terry McDermott skoraði eftir sendingu frá Steve Heighway. Simonsen jafnaði leikinn á 52. mínútu með glæsilegu skoti upp í markhornið. Skömmu síðar fékk Daninn gott færi til að koma Gladbach yfir, en skallaði framhjá. Clemence varði síðan vel frá Uli Stielike sem hafði komist einn í gegn.Leikmenn Liverpool hlaupa sigurhring með Evrópubikarinn.Vísir/GettyLiverpool náði forystunni á ný á 64. mínútu þegar varnarmaðurinn Tommy Smith skoraði með föstum skalla eftir hornspyrnu Heighways. Það var síðan Phil Neal sem gulltryggði Liverpool sigurinn með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok, eftir að Vogts hafði brotið á Keegan innan vítateigs. Lokatölur 3-1, Liverpool í vil. Sigurinn 1977 markaði upphafið að mikilli sigurgöngu Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða, en liðið varði titilinn ári síðar eftir 1-0 sigur á Club Brugge í úrslitaleik. Mark frá Alan Kennedy tryggði Liverpool þriðja Evrópumeistaratitilinn 1981 og þremur árum síðar fögnuðu Bítlaborgardrengirnir titlinum í fjórða sinn eftir sigur á Roma í vítaspyrnukeppni. Stuðningsmenn Liverpool þurftu að bíða í 21 ár eftir næsta Evrópumeistaratitli, en hann vannst árið 2005 þegar Liverpool lagði AC Milan að velli eftir vítaspyrnukeppni í ótrúlegum úrslitaleik í Istanbúl. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Í dag eru 37 ár liðin frá því Liverpool varð Evrópumeistari meistaraliða í fyrsta sinn. Þann 25. maí 1977 mætti Rauði herinn, undir stjórn Bobs Paisley, þýska liðinu Borussia Mönchengladbach í úrslitaleik á Ólympíuleikvanginum í Róm, frammi fyrir 57.000 áhorfendum. Þetta var fyrsti úrslitaleikur beggja liða í Evrópukeppni meistaraliða, en liðin höfðu unnið Evrópukeppni félagsliða tvö árin á undan; Gladbach 1975 og Liverpool 1976. Þá höfðu liðin mæst í úrslitaleik Evrópukeppni félagsliða vorið 1973, þar sem Liverpool hafði betur, 3-2 samanlagt.Steve Heighway og Berti Vogts eigast við.Vísir/GettyLið Gladbach var gríðarlega sterkt á þessum tíma, en í liðinu mátti m.a. finna fjóra leikmenn sem höfðu orðið Evrópu- og heimsmeistarar með þýska landsliðinu 1972 og 1974; Berti Vogts, Rainer Bonhof, Jupp Heynckes og Herbert Wimmer. Þá hafði Gladbach einnig innan sinna raða knattspyrnumann ársins í Evrópu árið 1977, hinn danska Allan Simonsen. Það voru heldur engir aukvissar sem skipuðu lið Liverpool á þessum tíma, en meðal þekktra leikmanna má m.a. nefna Kevin Keegan, fyrirliðann Emlyn Hughes, markvörðinn Ray Clemence og miðjumanninn Ian Callaghan, leikhæsta leikmann í sögu Liverpool. Bonhof komst nálægt því að skora í byrjun leiks þegar skot hans small í stönginni, en það voru Liverpool-menn sem tóku forystuna á 28. mínútu þegar Terry McDermott skoraði eftir sendingu frá Steve Heighway. Simonsen jafnaði leikinn á 52. mínútu með glæsilegu skoti upp í markhornið. Skömmu síðar fékk Daninn gott færi til að koma Gladbach yfir, en skallaði framhjá. Clemence varði síðan vel frá Uli Stielike sem hafði komist einn í gegn.Leikmenn Liverpool hlaupa sigurhring með Evrópubikarinn.Vísir/GettyLiverpool náði forystunni á ný á 64. mínútu þegar varnarmaðurinn Tommy Smith skoraði með föstum skalla eftir hornspyrnu Heighways. Það var síðan Phil Neal sem gulltryggði Liverpool sigurinn með marki úr vítaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok, eftir að Vogts hafði brotið á Keegan innan vítateigs. Lokatölur 3-1, Liverpool í vil. Sigurinn 1977 markaði upphafið að mikilli sigurgöngu Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða, en liðið varði titilinn ári síðar eftir 1-0 sigur á Club Brugge í úrslitaleik. Mark frá Alan Kennedy tryggði Liverpool þriðja Evrópumeistaratitilinn 1981 og þremur árum síðar fögnuðu Bítlaborgardrengirnir titlinum í fjórða sinn eftir sigur á Roma í vítaspyrnukeppni. Stuðningsmenn Liverpool þurftu að bíða í 21 ár eftir næsta Evrópumeistaratitli, en hann vannst árið 2005 þegar Liverpool lagði AC Milan að velli eftir vítaspyrnukeppni í ótrúlegum úrslitaleik í Istanbúl.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira