Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn þegar Rosengård tapaði 2-1 fyrir Tyresö á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Christen Press reyndist hetja Tyresö en hún skoraði bæði mörk liðsins á 28. og 85. mínútu, eftir að Elin Rubensson hafði komið Rosengård yfir á 19. mínútu.
Þóra B. Helgadóttir sat allan tímann á varamannabekk Rosengård en fyrr vikunni var tilkynnt að hún væri á förum frá liðinu.
Þrátt fyrir tapið situr Rosengård enn á toppi deildarinnar með 15 stig, þremur stigum á undan Örebro.
Rosengård enn á toppnum þrátt fyrir tap
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn



FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

