Dramatískur sigur Real Madrid í Meistaradeildinni 24. maí 2014 00:01 Ramos fagnar marki sínu Vísir/afp Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. Atletico var 1-0 yfir fram í uppbótartíma venjulegs leiktíma en Real Madrid keyrði yfir Atletico í seinni hálfleik framlengingarinnar og tryggði sér sigurinn Diego Costa byrjaði leikinn fyrir Atletico en entist aðeins níu mínútur. Enginn getur jafnað sig á tognun í aftanverðu læri á einni viku og það kom á daginn. Vont fyrir Atletico að missa skiptingu svo snemma leiks þegar liðið þurfti sárlega á ferskum fótum að halda í framlengingunni. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en Gareth Bale fékk fyrsta færi góða leiksins eftir skelfileg mistök Tiago en hitti ekki markið. Örfáum mínútum seinna fékk Atletico horn. Casillas gerði skelfileg mistök í markinu þegar hann þaut af línunni og Diego Godin skallaði yfir hann og yfir línuna. Úrúgvæinn heldur áfram að skora mikilvæg mörk en hann tryggði Atletico jafntefli gegn Barcelona í síðustu umferð spænsku deildarinnar og um leið liðinu titilinn á Spáni. Framlína Real, Benzema, Bale og Ronaldo voru nánast ekki með lengi framan. Ronaldo komst þó betur inn í leikinn er leið á hann og Bale fékk bestu færi Real Madrid í venjulegum leiktíma og hefði átt að skora. Vinusemi leikmanna Atletico var algjörlega til fyrirmyndar en útheimti mikla orku. Því þyngdust sóknir Real er leið á leikinn og liðinu gekk betur að skapa sér sóknarfæri ásamt því að lið Atletico féll aftar á völlinn. Sóknarþungi Real skilaði jöfnunarmarki á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Sergio Ramos skallaði hornspyrnu Luka Modric í hornið og knúði fram framlengingu. Real var sterkara í framlengingunni og tryggði sér sigur í seinni hálfleik hennar. Þegar tíu mínútur voru eftir átti Angel di María frábæran sprett upp hægri kantinn, komst í gott færi en Courtois varði í markinu. Bale var réttur maður á réttum stað þegar hann fylgdi skotinu eftir og skallaði boltann í netið. Það var svo varamaðurinn Marcelo sem gerði út um leikinn þegar tvær mínútur voru eftir með föstu skoti rétt utan teigs. Enn var tími fyrir eitt mark í viðbót. Ronaldo var felldur í teignum og hann skoraði sjálfur úr vítinu í þann mund sem venjulegur leiktími framlengingarinnar rann út. Tíundi sigur Real Madrid í Meistaradeildinni staðreynd og sá fyrsti í 12 ár. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Real Madrid lagði nágrana sína í Atletico Madrid 4-1 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir framlengdan leik í kvöld. Atletico var 1-0 yfir fram í uppbótartíma venjulegs leiktíma en Real Madrid keyrði yfir Atletico í seinni hálfleik framlengingarinnar og tryggði sér sigurinn Diego Costa byrjaði leikinn fyrir Atletico en entist aðeins níu mínútur. Enginn getur jafnað sig á tognun í aftanverðu læri á einni viku og það kom á daginn. Vont fyrir Atletico að missa skiptingu svo snemma leiks þegar liðið þurfti sárlega á ferskum fótum að halda í framlengingunni. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en Gareth Bale fékk fyrsta færi góða leiksins eftir skelfileg mistök Tiago en hitti ekki markið. Örfáum mínútum seinna fékk Atletico horn. Casillas gerði skelfileg mistök í markinu þegar hann þaut af línunni og Diego Godin skallaði yfir hann og yfir línuna. Úrúgvæinn heldur áfram að skora mikilvæg mörk en hann tryggði Atletico jafntefli gegn Barcelona í síðustu umferð spænsku deildarinnar og um leið liðinu titilinn á Spáni. Framlína Real, Benzema, Bale og Ronaldo voru nánast ekki með lengi framan. Ronaldo komst þó betur inn í leikinn er leið á hann og Bale fékk bestu færi Real Madrid í venjulegum leiktíma og hefði átt að skora. Vinusemi leikmanna Atletico var algjörlega til fyrirmyndar en útheimti mikla orku. Því þyngdust sóknir Real er leið á leikinn og liðinu gekk betur að skapa sér sóknarfæri ásamt því að lið Atletico féll aftar á völlinn. Sóknarþungi Real skilaði jöfnunarmarki á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Sergio Ramos skallaði hornspyrnu Luka Modric í hornið og knúði fram framlengingu. Real var sterkara í framlengingunni og tryggði sér sigur í seinni hálfleik hennar. Þegar tíu mínútur voru eftir átti Angel di María frábæran sprett upp hægri kantinn, komst í gott færi en Courtois varði í markinu. Bale var réttur maður á réttum stað þegar hann fylgdi skotinu eftir og skallaði boltann í netið. Það var svo varamaðurinn Marcelo sem gerði út um leikinn þegar tvær mínútur voru eftir með föstu skoti rétt utan teigs. Enn var tími fyrir eitt mark í viðbót. Ronaldo var felldur í teignum og hann skoraði sjálfur úr vítinu í þann mund sem venjulegur leiktími framlengingarinnar rann út. Tíundi sigur Real Madrid í Meistaradeildinni staðreynd og sá fyrsti í 12 ár.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira