Allir á Íslandi munu horfa á okkur í sjónvarpinu 22. maí 2014 13:45 Hvor þeirra verður meistari á laugardag? vísir/getty Það vekur eðlilega mikla athygli í Þýskalandi að gömlu herbergisfélagarnir í íslenska landsliðinu - Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson - séu að fara að berjast um þýska meistaratitilinn í handbolta á laugardag. Lið þeirra félaga, Kiel og Rhein-Neckar Löwen, eru með sama stigafjölda í deildinni þegar aðeins ein umferð er eftir. Lið Guðmundar stendur þó betur að vígi með betri markatölu og á auðveldari leik fyrir höndum. Sport1 í Þýskalandi er með skemmtilega grein um þá félaga í dag þar sem þeir tala fallega um hvorn annan. "Það lið sem endar í fyrsta sæti á það skilið. Það er ekkert flókið," segir Alfreð sem þekkir það vel að verða þýskur meistari enda hampað titlinum sjö sinnum. "Það er alltaf skemmtilegra að vinna en óska öðrum til hamingju. Á laugardaginn munu allir á Íslandi fylgjast með okkur í sjónvarpinu." Guðmundur er nokkrum mánuðum yngri en Alfreð og ber mikla virðingu fyrir félaga sínum. "Þegar Alfreð var mjög ungur að aldri var hann þegar orðinn fagmannlegur í sínum vinnubrögðum. Hann var frábær leikmaður á Spáni og í Þýskalandi og þar lærði hann mikið. Handboltaheimspeki okkar er samt svipuð enda lærðum við af sama manninum," sagði Guðmundar og vitnar þar til Pólverjans Bogdan Kowalczyk sem stýrði þeim félögum hjá landsliðinu. Guðmundur verður að stýra Löwen í síðasta skipti á laugardag og það væri magnað afrek hjá honum að kveðja með meistaratitli. "Okkar lið hefur þroskast mikið á síðustu tveim árum. Við spilum með hjartanu og af mikilli ákefð. Við berjumst til síðustu mínútu og þetta lið hefur unnið fyrir titlinum," segir Guðmundur og Alfreð hrósar honum einnig. "Guðmundur er ótrúlega duglegur og gríðarlega agaður. Hans afrek tala sínu máli." Eini munurinn sem Sport1 finnur á þeim félögum er að þeir koma frá sitt hvorum landshlutanum. Alfreð er frá Akureyri á meðan Guðmundur er úr borginni. "Við getum drukkið mun meira en þessir kallar fyrir sunnan," segir Alfreð léttur en Guðmundur svarar að bragði. "Þessir menn fyrir norðan telja sig alltaf vita allt." Leikir beggja liða verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2 á laugardag. Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Það vekur eðlilega mikla athygli í Þýskalandi að gömlu herbergisfélagarnir í íslenska landsliðinu - Alfreð Gíslason og Guðmundur Guðmundsson - séu að fara að berjast um þýska meistaratitilinn í handbolta á laugardag. Lið þeirra félaga, Kiel og Rhein-Neckar Löwen, eru með sama stigafjölda í deildinni þegar aðeins ein umferð er eftir. Lið Guðmundar stendur þó betur að vígi með betri markatölu og á auðveldari leik fyrir höndum. Sport1 í Þýskalandi er með skemmtilega grein um þá félaga í dag þar sem þeir tala fallega um hvorn annan. "Það lið sem endar í fyrsta sæti á það skilið. Það er ekkert flókið," segir Alfreð sem þekkir það vel að verða þýskur meistari enda hampað titlinum sjö sinnum. "Það er alltaf skemmtilegra að vinna en óska öðrum til hamingju. Á laugardaginn munu allir á Íslandi fylgjast með okkur í sjónvarpinu." Guðmundur er nokkrum mánuðum yngri en Alfreð og ber mikla virðingu fyrir félaga sínum. "Þegar Alfreð var mjög ungur að aldri var hann þegar orðinn fagmannlegur í sínum vinnubrögðum. Hann var frábær leikmaður á Spáni og í Þýskalandi og þar lærði hann mikið. Handboltaheimspeki okkar er samt svipuð enda lærðum við af sama manninum," sagði Guðmundar og vitnar þar til Pólverjans Bogdan Kowalczyk sem stýrði þeim félögum hjá landsliðinu. Guðmundur verður að stýra Löwen í síðasta skipti á laugardag og það væri magnað afrek hjá honum að kveðja með meistaratitli. "Okkar lið hefur þroskast mikið á síðustu tveim árum. Við spilum með hjartanu og af mikilli ákefð. Við berjumst til síðustu mínútu og þetta lið hefur unnið fyrir titlinum," segir Guðmundur og Alfreð hrósar honum einnig. "Guðmundur er ótrúlega duglegur og gríðarlega agaður. Hans afrek tala sínu máli." Eini munurinn sem Sport1 finnur á þeim félögum er að þeir koma frá sitt hvorum landshlutanum. Alfreð er frá Akureyri á meðan Guðmundur er úr borginni. "Við getum drukkið mun meira en þessir kallar fyrir sunnan," segir Alfreð léttur en Guðmundur svarar að bragði. "Þessir menn fyrir norðan telja sig alltaf vita allt." Leikir beggja liða verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2 á laugardag.
Handbolti Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira