Handbolti

Heimir hættir hjá Guif

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Óli í leik með Haukum.
Heimir Óli í leik með Haukum.
„Við náðum einfaldlega ekki samkomulagi,“ sagði línumaðurinn Heimir Óli Heimisson sem er á leið frá sænska liðinu Guif.

Þetta kom fram í Morgunblaðinu í dag en Heimir Óli fór til Svíþjóðar frá Haukum fyrir tveimur árum síðan.

Hann segist ekki vita hvað taki við hjá sér á næsta keppnistímabili en reiknar þó frekar með því að spila áfram í útlöndum.

Guif varð deildarmeistari í Svíþjóð en tapaði fyrir Alingsås í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Aron Rafn Eðvarðsson landsliðsmarkvörður leikur með liðinu en Kristján Andrésson er þjálfari þess.

Aron Rafn á eitt ár eftir af samningi sínum við Guif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×