Fimm Íslendingar byrjuðu inn á vellinum í leik Molde og Viking í norska boltanum í dag. Molde vann þá dramatískan 1-0 sigur.
Sigurmark þeirra kom í uppbótartíma og það skoraði Mohamed El Elyounussi. Molde á toppi deildarinnar en Viking í þriðja sæti.
Björn Bergmann Sigurðarson var í liði Molde en þeir Sverrir Ingi Ingason, Björn Daníel Sverrisson, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Jón Daði Böðvarsson voru allir í liði Viking.
Hannes Þór Halldórsson hélt marki Sandnes Ulf hreinu í markalausu jafntefli gegn Haugesund. Steven Lennon einnig í liði Sandnes í dag.
Guðmundur Kristjánsson lék svo síðasta hálftímann fyrir Start sem tapaði 2-1 á útivelli gegn Bodö/Glimt.

