Volkswagen skrúfar niður áætlanir í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2014 13:45 Volkswagen CC. Volkswagen hafði uppi metnaðrafullar áætlanir um sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, sem voru liður í áætlun félagsins að verða stærsti bílaframleiðandi í heimi árið 2018. Þær hafa ekki alveg gengið eftir og 7% minnkun í sölu á síðasta ári og 8,4% minnkun í ár gefa ekki bjartar vonir um að þær áætlanir verði að veruleika. Volkswagen ætlaði að selja 800.000 bíla þar vestra árið 2018, en þá þyrfti fyrirtækið að auka söluna um 100.000 bíla á hverju ári til að það stæðist. Í ljósi þessa dræma gengis undanfarið hefur Volkswagen endurskoðað söluáætlanirnar fyrir Bandaríkin. Haft var eftir stjórnarformanni VW Group, Ferdinand Piech, í nóvember að Volkswagen ætti enn langt í land að skilja bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og þar þyrfti að læra margt til að ná árangri. Það hefur nú sannast og viðurkennir Volkswagen að mörg mistök hafi verið gerð. Bílar hafi verið settir á markað vitlaust útbúnir, með of lítið framboð vélarkosta og á of háu verði. Of mikil áhersla hafa verið á að uppfylla eftirspurn og væntingar í Kína og Bandaríkin hafi gleymst örlítið á meðan, en þessu verði kippt í liðinn. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent
Volkswagen hafði uppi metnaðrafullar áætlanir um sölu bíla sinna í Bandaríkjunum, sem voru liður í áætlun félagsins að verða stærsti bílaframleiðandi í heimi árið 2018. Þær hafa ekki alveg gengið eftir og 7% minnkun í sölu á síðasta ári og 8,4% minnkun í ár gefa ekki bjartar vonir um að þær áætlanir verði að veruleika. Volkswagen ætlaði að selja 800.000 bíla þar vestra árið 2018, en þá þyrfti fyrirtækið að auka söluna um 100.000 bíla á hverju ári til að það stæðist. Í ljósi þessa dræma gengis undanfarið hefur Volkswagen endurskoðað söluáætlanirnar fyrir Bandaríkin. Haft var eftir stjórnarformanni VW Group, Ferdinand Piech, í nóvember að Volkswagen ætti enn langt í land að skilja bílamarkaðinn í Bandaríkjunum og þar þyrfti að læra margt til að ná árangri. Það hefur nú sannast og viðurkennir Volkswagen að mörg mistök hafi verið gerð. Bílar hafi verið settir á markað vitlaust útbúnir, með of lítið framboð vélarkosta og á of háu verði. Of mikil áhersla hafa verið á að uppfylla eftirspurn og væntingar í Kína og Bandaríkin hafi gleymst örlítið á meðan, en þessu verði kippt í liðinn.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent