Toyota verðmætasta bílamerkið Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2014 08:45 Toyota Yaris. Toyota varði toppsæti sitt á lista BrandZ Top 100 Most Valuable Global Brands Study og BMW hélt einnig öðru sætinu frá árinu áður. Toyota er verðmetið á 29,6 milljarða dollara, en það samsvarar 3.345 milljörðum króna. Toyota er númer 26 á lista allra fyrirtækja heims, en virði þess jókst um 21% á milli ára. BMW var í 32. sæti á heildarlistanum, virði þess 2.905 milljarðar króna og hækkunin milli ára þó öllu lægri en hjá Toyota, eða 7%. Mercedes Benz er í þriðja sæti bílaframleiðenda og jók virðið um 20%. Hástökkvarinn þetta árið er Ford sem jók virði sitt um 56% og stökk upp í 5. sæti meðal bílaframleiðenda, í sætinu á eftir Honda. Eini bílaframleiðandinn á topp 10 listanum þar sem virðið minnkaði nú er Volkswagen, eða um 4%. Volkswagen er nú í 7. sætinu en í því sjötta er Nissan sem jók virðið um 9%. Betri staða er þó hjá undirmerki Volkswagen, Audi sem vermir 8. sætið og stökk upp um 27% í virði. Í níunda sætinu kemur svo Chevrolet, en fyrirtækið náði ekki á topp 100 lista allra fyrirtækja, né heldur Hyundai sem er í 10. sæti á lista bílaframleiðenda. Virði Hyundai jókst um 15% frá fyrra ári. Toyota hefur verið í toppsæti lista bílaframleiðenda í 7 ár af þeim 9 sem könnunin hefur verið gerð. Undantekningarnar eru árin 2010 og 2012. Verðmætasta fyrirtæki heims er nú Google, en virði þess jókst um 40% og nemur nú 17.945 milljörðum króna. Hafði Google sætaskipti við Apple, en virði þess féll um 20% milli ára. Apple er þó enn í öðru sæti listans. Könnun BrandZ er mjög stór og byggir á viðtölum við meira en tvær milljónir manna. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent
Toyota varði toppsæti sitt á lista BrandZ Top 100 Most Valuable Global Brands Study og BMW hélt einnig öðru sætinu frá árinu áður. Toyota er verðmetið á 29,6 milljarða dollara, en það samsvarar 3.345 milljörðum króna. Toyota er númer 26 á lista allra fyrirtækja heims, en virði þess jókst um 21% á milli ára. BMW var í 32. sæti á heildarlistanum, virði þess 2.905 milljarðar króna og hækkunin milli ára þó öllu lægri en hjá Toyota, eða 7%. Mercedes Benz er í þriðja sæti bílaframleiðenda og jók virðið um 20%. Hástökkvarinn þetta árið er Ford sem jók virði sitt um 56% og stökk upp í 5. sæti meðal bílaframleiðenda, í sætinu á eftir Honda. Eini bílaframleiðandinn á topp 10 listanum þar sem virðið minnkaði nú er Volkswagen, eða um 4%. Volkswagen er nú í 7. sætinu en í því sjötta er Nissan sem jók virðið um 9%. Betri staða er þó hjá undirmerki Volkswagen, Audi sem vermir 8. sætið og stökk upp um 27% í virði. Í níunda sætinu kemur svo Chevrolet, en fyrirtækið náði ekki á topp 100 lista allra fyrirtækja, né heldur Hyundai sem er í 10. sæti á lista bílaframleiðenda. Virði Hyundai jókst um 15% frá fyrra ári. Toyota hefur verið í toppsæti lista bílaframleiðenda í 7 ár af þeim 9 sem könnunin hefur verið gerð. Undantekningarnar eru árin 2010 og 2012. Verðmætasta fyrirtæki heims er nú Google, en virði þess jókst um 40% og nemur nú 17.945 milljörðum króna. Hafði Google sætaskipti við Apple, en virði þess féll um 20% milli ára. Apple er þó enn í öðru sæti listans. Könnun BrandZ er mjög stór og byggir á viðtölum við meira en tvær milljónir manna.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent