Golf

Ben Crane efstur á St. Jude Classic eftir fyrsta hring

Það var gaman að fylgjast með Mickelson á fyrsta hring.
Það var gaman að fylgjast með Mickelson á fyrsta hring. Getty
Bandaríkjamaðurinn Ben Crane leiðir eftir fyrsta dag á St. Jude Classic mótinu sem fram fer á TPC Southwind vellinum en hann lék fyrsta hring á 63 höggum eða sjö undir pari. Í öðru sæti er Zach Johnson á sex höggum undir pari en Stuart Appleby, Davis Love og Peter Malnati deila þriðja sætinu á fimm höggum undir.

Þrumuveður setti strik í reikninginn í gær og var hlé gert á mótinu í nokkrar klukkustudir vegna þessa. Það varð til þess að sumir kylfingar náðu ekki að klára sinn fyrsta hring en þeir munu klára hann í dag ef veður leyfir.

Nokkur stór nöfn eru ekki með í mótinu um helgina enda margir á Pinehurst að undirbúa sig undir US Open risamótið sem hefst í næstu viku. Phil Mickelson er þó með og lék hann á 67 höggum eða þremur undir pari á fyrsta hring þar sem hann sýndi allar sínar bestu hliðar í stutta spilinu. Hinn högglangi Dustin Johnson er einnig með en hann lék fyrsta hring á 68 höggum eða tveimur undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×