Handbolti

Búið að selja tíu þúsund miða á úrslitahelgi næsta árs

Leikmenn Flensburg fagna í Köln um síðustu helgi.
Leikmenn Flensburg fagna í Köln um síðustu helgi. vísir/getty
Það eru aðeins fjórir dagar síðan úrslitahelgi Meistaradeildarinnar kláraðist og miðar á helgina að ári hafa rokið út í vikunni.

6.000 miðar voru seldir um sjálfa úrslitahelgina og síðan hafa farið 4.000 miðar. Í heild eru því farnir 10 þúsund miðar en Lanxess-höllin í Köln tekur um 20 þúsund manns.

Búið er að halda þessa úrslitahelgi fimm ár í röð í Köld og hefur viðburðurinn stækkað á hverju ári og áhuginn er eftir því.

"Þetta er orðinn einn stærsti innanhússviðburður hvers árs í Evrópu enda blanda skemmtunar og háklassahandbolta," segir Peter Vargo hjá evrópska handknattleikssambandinu.

Enn er hægt að kaupa einhverja miða í þessari lotu og síðan fara fleiri miðar í sölu í september. Síðustu miðana verður svo hægt að kaupa í maí á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×