Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er miðasala í fullum gangi á miði.is. Þá er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en útsendingin hefst tíu mínútum fyrir leik.
Kári Árnason, miðvörðurinn öflugi, æfði ekki með liðinu í dag. Hann stóð til hliðar í blíðviðrinu í Þorlákshöfn og ræddi við sjúkraþjálfarann Friðrik Ellert Jónsson. Reyndar tók að rigna og þurfti Kári þá að finna sér úlpu.
Annars æfðu allir með liðinu í dag, þar á meðal Gylfi Þór Sigurðsson sem gat ekki tekið þátt í leiknum gegn Austurríki vegna meiðsla.
Bæjarbúar í Þorlákshöfn sýndu æfingunni áhuga og mættu nokkrir til að fylgjast með strákunum okkar. Krakkarnir voru eðlilega spenntastir og fengu áritanir hjá landsliðshetjunum áður en æfingin hófst.
