Nýtt stýrikerfi Apple getur gagnast sykursjúkum Randver Kári Randversson skrifar 3. júní 2014 12:15 Frá kynningu nýja stýrikerfisins í San Francisco í gær. Mynd/AFP Apple kynnti í gær nýjar útgáfur af stýrikerfunum iOS, fyrir iPhone, og OS X, fyrir tölvur fyrirtækisins. Með iOS 8 og OS X Yosemite, sem væntanleg eru í haust, verður hægt að framkvæma enn fleiri aðgerðir í Mac-tölvu, eða iPad, með iPhone-síma. Sigurður Helgi Ellertsson hjá Macland telur stærstu breytinguna felast í því að iPhone-síminn og Apple tölvur vinna nú enn betur saman en áður hefur verið. Þá munu notendur geta tekið á móti símtölum og sent smáskilaboð úr tölvunni sinni í android-síma, sem hingað til hefur aðeins verið mögulegt ef hinn aðilinn er líka Apple notandi. Af þeim nýju forritum sem iOS 8 býður upp á má helst nefna heilsuappið Health, en það mælir lífsmörk notenda s.s. blópþrýsting og púls, og getur sent þær upplýsingar með sjálfvirkum hætti til læknis viðkomandi notanda. Einnig getur appið gagnast sykursjúkum, en með hjálp sérstaks aukabúnaðar getur það mælt blóðsykur notandans og safnað upplýsingum um blóðsykurssveiflur. Eins og fjallað var um á Vísi í gær verður iPhone 4s elsta útgáfan af iPhone sem mun styðja nýja stýrikerfið. Sigurður telur það vera eðlilegt þegar um slíkar uppfærslur á hugbúnaði er að ræða og í takt við þróunina hjá Apple. Til að mynda hafi iPhone 3GS ekki getað keyrt iOS 7, sem er sú útgáfa stýrikerfisins sem nú er á markaði. Eldri útgáfur hafi einfaldlega ekki vélbúnað til að geta keyrt þennan nýja hugbúnað. Ennfremur segir Sigurður margt benda til að ný útgáfa af iPhone verði kynnt í haust, sem muni notast við iOS 8, en það hljóta að teljast gleðitíðindi fyrir aðdáendur iPhone. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Apple kynnti í gær nýjar útgáfur af stýrikerfunum iOS, fyrir iPhone, og OS X, fyrir tölvur fyrirtækisins. Með iOS 8 og OS X Yosemite, sem væntanleg eru í haust, verður hægt að framkvæma enn fleiri aðgerðir í Mac-tölvu, eða iPad, með iPhone-síma. Sigurður Helgi Ellertsson hjá Macland telur stærstu breytinguna felast í því að iPhone-síminn og Apple tölvur vinna nú enn betur saman en áður hefur verið. Þá munu notendur geta tekið á móti símtölum og sent smáskilaboð úr tölvunni sinni í android-síma, sem hingað til hefur aðeins verið mögulegt ef hinn aðilinn er líka Apple notandi. Af þeim nýju forritum sem iOS 8 býður upp á má helst nefna heilsuappið Health, en það mælir lífsmörk notenda s.s. blópþrýsting og púls, og getur sent þær upplýsingar með sjálfvirkum hætti til læknis viðkomandi notanda. Einnig getur appið gagnast sykursjúkum, en með hjálp sérstaks aukabúnaðar getur það mælt blóðsykur notandans og safnað upplýsingum um blóðsykurssveiflur. Eins og fjallað var um á Vísi í gær verður iPhone 4s elsta útgáfan af iPhone sem mun styðja nýja stýrikerfið. Sigurður telur það vera eðlilegt þegar um slíkar uppfærslur á hugbúnaði er að ræða og í takt við þróunina hjá Apple. Til að mynda hafi iPhone 3GS ekki getað keyrt iOS 7, sem er sú útgáfa stýrikerfisins sem nú er á markaði. Eldri útgáfur hafi einfaldlega ekki vélbúnað til að geta keyrt þennan nýja hugbúnað. Ennfremur segir Sigurður margt benda til að ný útgáfa af iPhone verði kynnt í haust, sem muni notast við iOS 8, en það hljóta að teljast gleðitíðindi fyrir aðdáendur iPhone.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira