Aron og Arnór: Vorum svolítið skammaðir þegar við vorum yngri Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2014 17:30 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, og Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður handboltalandsliðsins, eru bræður eins og flestir vita. Í dag var tilkynnt um samstarf landsliðanna en þau bjóða hvort öðru á landsleiki í kvöld og á miðvikudagskvöldið. Handboltaliðið mætir Portúgal að Varmá í kvöld og fótboltaliðið mætir Eistum á Laugardalsvelli á miðvikudaginn.Arnar Björnsson hitti þá bræður á Hilton Hótel Nordica í dag og spurði Aron Einar fyrst hvort hann væri betri í handbolta en bróðir sinn. Aron Einar var nefnilega gífurlega efnilegur handboltamaður á sínum yngri árum. „Nei, það er nú ekki svo gott. Ef ég myndi reyna að skjóta núna færi ég úr axlarlið. Ég læt það vera eins og er,“ sagði Aron Einar en valdi Arnór Þór rétt með að fara í handboltann? „Ég var náttúrlega markvörður [í fótbolta] þegar ég var yngri og er ekki nema einn og hálfur á hæð þannig ég hefði ekki getað gert mikið í markinu. Ég valdi rétt held ég,“ sagði hann kátur. Arnór fylgist vel með bróður sínum Aroni sem spilar með Cardiff í ensku B-deildinni næsta vetur eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor. „Ég reyni að horfa á alla leiki í ensku deildinni og þegar landsliðið kemur saman horfi ég spenntur í sófanum heima í Þýskalandi. Til dæmis í síðustu undankeppni var ég alveg brjálaður alltaf,“ sagði Arnór og Aron reynir hvað hann getur að fylgjast með Arnóri. „Það er aðeins erfiðara að finna leikina og ekki jafnmikið sýnt og á Englandi. En maður reynir að fylgjast með þessu á netinu. Svo er það fjölskyldan sem hefur gífurlegan áhuga á okkur báðum og hvað við erum að gera. Systur okkar sérstaklega tala mikið við okkur þannig maður fær allt beint í æð.“ Fjölskylda þeirra bræðra er mikið íþróttaáhugafólk og hefur hún eðlilega mikinn áhuga á ferlum bræðranna. Fá þeir skammir þegar illa gengur og lof þegar vel gengur? „Þegar við vorum yngri vorum við svolítið skammaðir en í dag er meira verið að peppa okkur upp,“ sagði Arnþór Þór. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, og Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður handboltalandsliðsins, eru bræður eins og flestir vita. Í dag var tilkynnt um samstarf landsliðanna en þau bjóða hvort öðru á landsleiki í kvöld og á miðvikudagskvöldið. Handboltaliðið mætir Portúgal að Varmá í kvöld og fótboltaliðið mætir Eistum á Laugardalsvelli á miðvikudaginn.Arnar Björnsson hitti þá bræður á Hilton Hótel Nordica í dag og spurði Aron Einar fyrst hvort hann væri betri í handbolta en bróðir sinn. Aron Einar var nefnilega gífurlega efnilegur handboltamaður á sínum yngri árum. „Nei, það er nú ekki svo gott. Ef ég myndi reyna að skjóta núna færi ég úr axlarlið. Ég læt það vera eins og er,“ sagði Aron Einar en valdi Arnór Þór rétt með að fara í handboltann? „Ég var náttúrlega markvörður [í fótbolta] þegar ég var yngri og er ekki nema einn og hálfur á hæð þannig ég hefði ekki getað gert mikið í markinu. Ég valdi rétt held ég,“ sagði hann kátur. Arnór fylgist vel með bróður sínum Aroni sem spilar með Cardiff í ensku B-deildinni næsta vetur eftir að liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor. „Ég reyni að horfa á alla leiki í ensku deildinni og þegar landsliðið kemur saman horfi ég spenntur í sófanum heima í Þýskalandi. Til dæmis í síðustu undankeppni var ég alveg brjálaður alltaf,“ sagði Arnór og Aron reynir hvað hann getur að fylgjast með Arnóri. „Það er aðeins erfiðara að finna leikina og ekki jafnmikið sýnt og á Englandi. En maður reynir að fylgjast með þessu á netinu. Svo er það fjölskyldan sem hefur gífurlegan áhuga á okkur báðum og hvað við erum að gera. Systur okkar sérstaklega tala mikið við okkur þannig maður fær allt beint í æð.“ Fjölskylda þeirra bræðra er mikið íþróttaáhugafólk og hefur hún eðlilega mikinn áhuga á ferlum bræðranna. Fá þeir skammir þegar illa gengur og lof þegar vel gengur? „Þegar við vorum yngri vorum við svolítið skammaðir en í dag er meira verið að peppa okkur upp,“ sagði Arnþór Þór. Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira