McIlroy byrjar illa á Opna írska 19. júní 2014 22:08 Rory McIlroy þarf að eiga betri hring á morgun. AP/Getty Það er ávalt mikil spenna hjá írskum golfáhugamönnum þegar að Rory McIlroy tekur sér frí frá PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum og heldur til Írlands til þess að taka þátt í Opna írska meistaramótinu. Mótið hófst í morgun en McIlroy olli miklum vonbrigðum og er eftir fyrsta hring jafn í 125. sæti af 156 kylfingum eftir að hafa leikið Fota Island völlinn á 74 höggum eða þremur yfir pari. Hann þarf því að eiga góðan hring á morgun til þess að komast í gegn um niðurskurðinn sem miðast við 70 efstu kylfingana í mótinu að tveimur hringjum loknum. Fleiri stór nöfn eru með á mótinu sem spila yfirleitt á bandarísku PGA-mótaröðinni og markar Opna írska meistaramótið undirbúning margra þeirra fyrir Opna breska meistaramótið sem fram fer í júlí. Þar má helst nefna Norður-Írann Graeme McDowell sem lék á 68 höggum eða þremur undir pari, Padraig Harrington sem lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari og Darren Clarke sem lék fyrsta hring á 72 höggum eða einu yfir. Finnski kylfingurinn Mikko Ilonen leiðir mótið með tveimur höggum en hann lék á 64 höggum í dag eða á sjö undir pari. Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Það er ávalt mikil spenna hjá írskum golfáhugamönnum þegar að Rory McIlroy tekur sér frí frá PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum og heldur til Írlands til þess að taka þátt í Opna írska meistaramótinu. Mótið hófst í morgun en McIlroy olli miklum vonbrigðum og er eftir fyrsta hring jafn í 125. sæti af 156 kylfingum eftir að hafa leikið Fota Island völlinn á 74 höggum eða þremur yfir pari. Hann þarf því að eiga góðan hring á morgun til þess að komast í gegn um niðurskurðinn sem miðast við 70 efstu kylfingana í mótinu að tveimur hringjum loknum. Fleiri stór nöfn eru með á mótinu sem spila yfirleitt á bandarísku PGA-mótaröðinni og markar Opna írska meistaramótið undirbúning margra þeirra fyrir Opna breska meistaramótið sem fram fer í júlí. Þar má helst nefna Norður-Írann Graeme McDowell sem lék á 68 höggum eða þremur undir pari, Padraig Harrington sem lék á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari og Darren Clarke sem lék fyrsta hring á 72 höggum eða einu yfir. Finnski kylfingurinn Mikko Ilonen leiðir mótið með tveimur höggum en hann lék á 64 höggum í dag eða á sjö undir pari.
Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira