Þetta er fyrsta hátískuauglýsingaherferðin sem Kendall tekur þátt í og er hún nánast óþekkjanleg á myndunum eins og sést á myndinni hér fyrir ofan þar sem Kendall er lengst til vinstri.
Ljósmyndaratvíeykið Mert Alas og Marcus Piggott tóku myndirnar en aðrar fyrirsætur í herferðinni eru Jamie Bouchert, Mariacarla Boscono og Peter Brant II.