Bílasala aukist 9 mánuði í röð í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 18. júní 2014 10:37 Renault Clio. Renault gengur vel um þessar mundir. Í nýliðnum maí jókst bílasala í Evrópu um 4% og er það níunda mánuðinn í röð sem hún hefur aukist. Bílaframleiðendurnir Renault, Peugeot, Opel og Skoda juku myndarlega við sölu sína en hún minnkaði hjá Ford, Fiat og Hyundai. Bílasala í Evrópu á árinu hefur aukist um 7% og er nú orðin 5,62 milljón bílar. Síðustu 6 ár hefur bílasala fara niður á við í álfunni og hvert þeirra ára verið lægra í sölu en það fyrra. Nú hefur það breyst og bjartari tímar hjá evrópskum bílaframleiðendum. Franski bílasmiðurinn Renault jók sölu sína í maí um 18% og á góð sala í undirmerkinu Dacia í Rúmeníu vænan þátt í því, en sala Dacia bíla jókst um 24%. Skoda var lítill eftirbátur Renault, en sala Skoda bíla jókst um 23% í maí og systurfyrirtæki þess, Seat á Spáni jók söluna um 22%. Móðurfyrirtæki þeirra, Volkswagen jók söluna um 5% og það gerði Audi líka. Peugeot jók söluna einnig um 5% og Citroën um 3,5%. Opel/Vauxhall seldi 6% fleiri bíla og virðist ætla að eiga gott ár í ár. Chevrolet, sem draga mun bíla sína af markaði í Evrópu í enda næsta árs, var með 7% minni sölu í maí en í sama mánuði í fyrra og halda því erfiðleikarnir áfram á þeim bænum. Opel, sem er í eigu GM, líkt og Chevrolet, jók hinsvegar söluna um 8% og hyggur á frekari landvinninga í markaðshlutdeild í Evrópu. Hún er nú 6,8% en áætlanir GM hljóða uppá 8% hlutdeild árið 2022. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent
Í nýliðnum maí jókst bílasala í Evrópu um 4% og er það níunda mánuðinn í röð sem hún hefur aukist. Bílaframleiðendurnir Renault, Peugeot, Opel og Skoda juku myndarlega við sölu sína en hún minnkaði hjá Ford, Fiat og Hyundai. Bílasala í Evrópu á árinu hefur aukist um 7% og er nú orðin 5,62 milljón bílar. Síðustu 6 ár hefur bílasala fara niður á við í álfunni og hvert þeirra ára verið lægra í sölu en það fyrra. Nú hefur það breyst og bjartari tímar hjá evrópskum bílaframleiðendum. Franski bílasmiðurinn Renault jók sölu sína í maí um 18% og á góð sala í undirmerkinu Dacia í Rúmeníu vænan þátt í því, en sala Dacia bíla jókst um 24%. Skoda var lítill eftirbátur Renault, en sala Skoda bíla jókst um 23% í maí og systurfyrirtæki þess, Seat á Spáni jók söluna um 22%. Móðurfyrirtæki þeirra, Volkswagen jók söluna um 5% og það gerði Audi líka. Peugeot jók söluna einnig um 5% og Citroën um 3,5%. Opel/Vauxhall seldi 6% fleiri bíla og virðist ætla að eiga gott ár í ár. Chevrolet, sem draga mun bíla sína af markaði í Evrópu í enda næsta árs, var með 7% minni sölu í maí en í sama mánuði í fyrra og halda því erfiðleikarnir áfram á þeim bænum. Opel, sem er í eigu GM, líkt og Chevrolet, jók hinsvegar söluna um 8% og hyggur á frekari landvinninga í markaðshlutdeild í Evrópu. Hún er nú 6,8% en áætlanir GM hljóða uppá 8% hlutdeild árið 2022.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent