Silja Úlfarsdóttir, fyrrum hlaupadrottning og þjálfari, birti meðfylgjandi mynd af Margréti Láru á Instagram-síðunni sinni en þar sést sú síðarnefnda taka á því í stúkunni á Kaplakrikavelli.
Silja segir einnig að þær hafi sótt sér innblástur til Ásdísar Ránar - ísdrottningarinnar - sem byrjaði með nýjan þátt á Stöð 2 í gærkvöldi.
„@mlv9 komin 40 vikur. Workout inspired by #heimurisdrottningarinnar @asdisran,“ skrifaði Silja á síðuna.
Margrét Lára er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi og á nú von á sínu fyrsta barni.