Lögin eru allt í allt ellefu lög eftir fræga tónlistarmenn í Bandaríkjunum, á borð við Kelly Rowland, Santigold og Ritu Ora. Hverju lagi fylgir svo myndband, sem hvert hefur sinn leikstjóra - en leikstjórar á borð við Spike Lee og Idris Elba taka þátt í verkefninu.
The Young Astronauts leikstýra myndbandi við lag Monae, sem má sjá hér að neðan.
En af hverju ákvað Monae að syngja lag Bowies?
,,Ég elska hann. Mér finnst hann hafa gert ótrúlega hluti á ferlinum og þetta lag hefur ekki einungis verið mér innblástur, heldur mörgum öðrum líka. Mér fannst þetta fullkomið lag."