Golf

Mickelson finnur fyrir aukinni pressu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Phil Mickelson tók upphitunarhring á Pinehurst í gær.
Phil Mickelson tók upphitunarhring á Pinehurst í gær. Vísir/Getty
Phil Mickelson finnur fyrir aukinni pressu á Opna bandaríska meistaramótinu á Pinehurst golfvellinum um helgina.

Mickelson hefur unnið Masters þrisvar, PGA-meistaramótið árið 2005 og Opna breska í fyrra. Opna bandaríska er það eina sem vantar í safnið hjá Mickelson. Sex sinnum hefur Mickelson endað í öðru sæti, síðast í fyrra þegar Mickelson endaði tveimur höggum á eftir Justin Rose.

Aðeins fimm menn hafa unnið öll fjögur stórmótin í golfi, Gene Sarazen, Ben Hogan, Gary Player, Jack Nicklaus og Tiger Woods.

„Það hefur alltaf verið markmiðið mitt að vinna fjögur stærstu einstaklingsmótin. Þessir fimm leikmenn sem hafa unnið öll stærstu mótin hafa aðgreint sig frá öðrum kylfingum með því að vinna þessa titla.“

Fimmtán ár eru frá því að Mickelson lenti í öðru sæti á Pinehurst golfvellinum, einu höggi á eftir Payne Stewart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×