Íslenskir fjölmiðlar um Pixies Orri Freyr Rúnarsson skrifar 10. júní 2014 11:36 Frank Black og David Lovering úr hljómsveitinni Pixies. Nordicphotos/Getty Nú styttist óðum í tónleika Pixies hér á landi en hljómsveitin mun stíga á svið í Laugardalshöll 11. júní næstkomandi. Í því ljósi er áhugavert að renna yfir umfjöllun um hljómsveitina í íslenskum fjölmiðlum frá þeim tíma þegar að sveitin var að stíga sín fyrstu spor. Þegar að hljómsveitin spratt fram á sjónarsviðið árið 1984 var vissulega öðruvísi um að litast í tónlistarumfjöllun fjölmiðla enda var þetta fyrir daga internetsins og oft þurfti að bíða vikum saman eftir fréttum að utan. Þá var alls ekki algilt að nýútkomnar plötur með lítt þekktum hljómsveitum væru fáanlegar hér á landi. Tónlistaráhugafólk þurfti því oftar en ekki að reiða sig á heimsóknir vina og vandamanna að utan til að fá heitustu plöturnar hverju sinni. Fyrsta heimildin um Pixies í íslenskum fjölmiðlum virðist vera frá 30.apríl árið 1988 en þá birtist grein í DV sem fjallaði um ferskasta nýrokk Bandaríkjanna og var greininn um Throwing Muses og Pixies. Í greininni segir að Pixies hafi verið að gefa út plötuna Surfer Rosa sem sat um þetta leyti í efsta sæti á óháða listanum í Bretlandi. Þá er sveitinni líkt við hljómsveitir á borð við Violent Femmes og Husker Du. Jafnframt er tekið fram að lítið hafi fengist af plötu Pixies á Íslandi en þarna stóðu þau mál til bóta. Þann 5.júní sama ár birtist svo önnur grein um Pixies en að þessu sinni í Þjóðviljanum og voru það þeir Orri Jónsson og Rúnar Gestsson sem fjölluðu um hljómsveitina. Í þeirri grein fjalla þeir um að Pixies hafi barmmikinn kvenskörung í broddi fylkingar sem setur skemmtilegan svip á tónlistina sem og umslagið, en eins og flestir ættu að gera sér fulla grein fyrir er alls ekki um Kim Deal að ræða á plötuumslaginu.Árslisti Þorsteins JÞegar kom að því að velja plötur ársins fékk DV ýmsa spekinga til að setja saman lista og þar var einungis einn blaðamaður sem setti plötuna Surfer Rosa í efsta sæti og var þar á ferð Þorsteinn J en hann valdi hljómsveitina einnig sem björtustu vonina. En Þorsteinn J. man vel eftir því þegar að hann heyrði fyrst í Pixies „Það eru tvær hljómsveitir sem ég man eftir hvar ég var þegar ég heyrði í þeim fyrst, það eru REM og svo Pixies. Það var sándið og eitthvað í kringum ástríðuna í spilamennskunni sem hreif mann strax“ „Surfer Rosa er plata sem ég spilaði upp til agna og þurfti að kaupa nýja.“ Að mati Þorsteins var platan Doolittle ekki síðri „Það var eitthvað í þessum hljómi sem heltók mann algjörlega. Sama með REM plötunar Murmur, ég hef átt þrjú eintök af henni og hef átt tvö eintök af Surfer Rosa. Það segir ákveðna sögu um að platan sé þokkaleg.“ En hvernig ætlaði það hafi verið að uppgvöta nýja jaðartónlist fyrir daga internetsins og staddur á lítillri eyju í N-Atlantshafi? „Ég var að skrifa um músik fyrir DV og keypti alltaf NME viku eða hálfs manaðar gamalt. Svo komu stundum plötur í Grammið sem Ási lét mann fá sem enginn annar hefði beinlínis áhuga á. Þannig að ég sá fyrst skrifað um Pixies í NME og fékk svo plötuna." Aðspurður hvort hann fylgist enn með hljómsveitinni segir hann svo ekki vera, „Ég heyrði af endurkomunni og að þau voru að fara að gefa út nýtt efni og ég heyrði eitt lag í útvarpinu og allt í fína með það. En það er þannig með rokktónlist að hún á sér einingu, tíma og stað“ „Ég er mjög lítið fyrir gamla tónlist, er ekki mjög nostalgískur í mér. En allt frábært með það að þau séu enn að spila.“ Í upphafi árs 1989 kom nafn Pixies nokkuð oft fyrir í fjölmiðlum á Íslandi enda fóru blöðin að vitna í árslista erlendra tónlistartímarita þar sem að platan Surfer Rosa var ansi oft á toppnum og nefndi blaðamaðurinn Valur Sæmundsson að plata þeirra væri frábær og gæti fengist í Plötubúð Akureyrar Laugardaginn 25.febrúar árið 1989 birti DV ansi áhugaverða frétt sem fjallaði um að verið væri að vinna í því að halda tónleika með Pixies á Íslandi sem áttu þá að fara fram 15.apríl sama ár. Ekki var þó tilgreint hver hugðist flytja hljómsveitina til landsins né hvar tónleikarnir áttu að vera. Ekkert varð þó af tónleikum Pixies hér á landi í þetta skiptið. Fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson skrifar svo afar skemmtilega umsögn um Pixies, eða Smáálfana eins og hann kallar sveitina, í mars 1989. Þar líkir Heimir Már tónlistarsmekk þeirra við matarsmekk Japana, hrátt hrátt og aftur hrátt en ákaflega smekklega fram borið. Eins og gefur að skilja jókst umfjöllun um hljómsveitina jafn og þétt með vaxandi hróðri Pixies og áður en langt um leið voru greinarstúfar um sveitina orðin fastur liður í tónlistarumfjöllun helstu fréttamiðla landsins. Þá fór einnig að bera á því að íslenskar bílskúrssveitir fóru að nefna Pixies sem sína helstu áhrifavalda. Miðasala á tónleikana er í fullum gangi og hægt er að nálgast miða hér. Harmageddon Mest lesið Samstarfið ber ávöxt Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon "Píkan mín er svo ljót" Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon Maðurinn sem framleiðir sitt eigið áfengi innvortis Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon Þættir um sögu rokksins á X977 Harmageddon Væntanlegt lag frá Muse alltof gróft fyrir útvarp Harmageddon Sannleikurinn: Björt framtíð heimsótti þá sem eiga sér ekki mikla framtíð Harmageddon Hver græðir á íslenskri tónlist? Harmageddon
Nú styttist óðum í tónleika Pixies hér á landi en hljómsveitin mun stíga á svið í Laugardalshöll 11. júní næstkomandi. Í því ljósi er áhugavert að renna yfir umfjöllun um hljómsveitina í íslenskum fjölmiðlum frá þeim tíma þegar að sveitin var að stíga sín fyrstu spor. Þegar að hljómsveitin spratt fram á sjónarsviðið árið 1984 var vissulega öðruvísi um að litast í tónlistarumfjöllun fjölmiðla enda var þetta fyrir daga internetsins og oft þurfti að bíða vikum saman eftir fréttum að utan. Þá var alls ekki algilt að nýútkomnar plötur með lítt þekktum hljómsveitum væru fáanlegar hér á landi. Tónlistaráhugafólk þurfti því oftar en ekki að reiða sig á heimsóknir vina og vandamanna að utan til að fá heitustu plöturnar hverju sinni. Fyrsta heimildin um Pixies í íslenskum fjölmiðlum virðist vera frá 30.apríl árið 1988 en þá birtist grein í DV sem fjallaði um ferskasta nýrokk Bandaríkjanna og var greininn um Throwing Muses og Pixies. Í greininni segir að Pixies hafi verið að gefa út plötuna Surfer Rosa sem sat um þetta leyti í efsta sæti á óháða listanum í Bretlandi. Þá er sveitinni líkt við hljómsveitir á borð við Violent Femmes og Husker Du. Jafnframt er tekið fram að lítið hafi fengist af plötu Pixies á Íslandi en þarna stóðu þau mál til bóta. Þann 5.júní sama ár birtist svo önnur grein um Pixies en að þessu sinni í Þjóðviljanum og voru það þeir Orri Jónsson og Rúnar Gestsson sem fjölluðu um hljómsveitina. Í þeirri grein fjalla þeir um að Pixies hafi barmmikinn kvenskörung í broddi fylkingar sem setur skemmtilegan svip á tónlistina sem og umslagið, en eins og flestir ættu að gera sér fulla grein fyrir er alls ekki um Kim Deal að ræða á plötuumslaginu.Árslisti Þorsteins JÞegar kom að því að velja plötur ársins fékk DV ýmsa spekinga til að setja saman lista og þar var einungis einn blaðamaður sem setti plötuna Surfer Rosa í efsta sæti og var þar á ferð Þorsteinn J en hann valdi hljómsveitina einnig sem björtustu vonina. En Þorsteinn J. man vel eftir því þegar að hann heyrði fyrst í Pixies „Það eru tvær hljómsveitir sem ég man eftir hvar ég var þegar ég heyrði í þeim fyrst, það eru REM og svo Pixies. Það var sándið og eitthvað í kringum ástríðuna í spilamennskunni sem hreif mann strax“ „Surfer Rosa er plata sem ég spilaði upp til agna og þurfti að kaupa nýja.“ Að mati Þorsteins var platan Doolittle ekki síðri „Það var eitthvað í þessum hljómi sem heltók mann algjörlega. Sama með REM plötunar Murmur, ég hef átt þrjú eintök af henni og hef átt tvö eintök af Surfer Rosa. Það segir ákveðna sögu um að platan sé þokkaleg.“ En hvernig ætlaði það hafi verið að uppgvöta nýja jaðartónlist fyrir daga internetsins og staddur á lítillri eyju í N-Atlantshafi? „Ég var að skrifa um músik fyrir DV og keypti alltaf NME viku eða hálfs manaðar gamalt. Svo komu stundum plötur í Grammið sem Ási lét mann fá sem enginn annar hefði beinlínis áhuga á. Þannig að ég sá fyrst skrifað um Pixies í NME og fékk svo plötuna." Aðspurður hvort hann fylgist enn með hljómsveitinni segir hann svo ekki vera, „Ég heyrði af endurkomunni og að þau voru að fara að gefa út nýtt efni og ég heyrði eitt lag í útvarpinu og allt í fína með það. En það er þannig með rokktónlist að hún á sér einingu, tíma og stað“ „Ég er mjög lítið fyrir gamla tónlist, er ekki mjög nostalgískur í mér. En allt frábært með það að þau séu enn að spila.“ Í upphafi árs 1989 kom nafn Pixies nokkuð oft fyrir í fjölmiðlum á Íslandi enda fóru blöðin að vitna í árslista erlendra tónlistartímarita þar sem að platan Surfer Rosa var ansi oft á toppnum og nefndi blaðamaðurinn Valur Sæmundsson að plata þeirra væri frábær og gæti fengist í Plötubúð Akureyrar Laugardaginn 25.febrúar árið 1989 birti DV ansi áhugaverða frétt sem fjallaði um að verið væri að vinna í því að halda tónleika með Pixies á Íslandi sem áttu þá að fara fram 15.apríl sama ár. Ekki var þó tilgreint hver hugðist flytja hljómsveitina til landsins né hvar tónleikarnir áttu að vera. Ekkert varð þó af tónleikum Pixies hér á landi í þetta skiptið. Fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson skrifar svo afar skemmtilega umsögn um Pixies, eða Smáálfana eins og hann kallar sveitina, í mars 1989. Þar líkir Heimir Már tónlistarsmekk þeirra við matarsmekk Japana, hrátt hrátt og aftur hrátt en ákaflega smekklega fram borið. Eins og gefur að skilja jókst umfjöllun um hljómsveitina jafn og þétt með vaxandi hróðri Pixies og áður en langt um leið voru greinarstúfar um sveitina orðin fastur liður í tónlistarumfjöllun helstu fréttamiðla landsins. Þá fór einnig að bera á því að íslenskar bílskúrssveitir fóru að nefna Pixies sem sína helstu áhrifavalda. Miðasala á tónleikana er í fullum gangi og hægt er að nálgast miða hér.
Harmageddon Mest lesið Samstarfið ber ávöxt Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon "Píkan mín er svo ljót" Harmageddon Hæfustu tónlistarmenn Íslands stofna nýja hljómsveit Harmageddon Maðurinn sem framleiðir sitt eigið áfengi innvortis Harmageddon Stiklað á stóru úr sögu Pixies Harmageddon Þættir um sögu rokksins á X977 Harmageddon Væntanlegt lag frá Muse alltof gróft fyrir útvarp Harmageddon Sannleikurinn: Björt framtíð heimsótti þá sem eiga sér ekki mikla framtíð Harmageddon Hver græðir á íslenskri tónlist? Harmageddon