Tom Watson segir að heill Tiger Woods verði með í Ryderbikarnum í haust 10. júní 2014 20:30 Woods verður örugglega í bandaríska Ryderliðinu í haust. AP/Getty Goðsögnin og fyrirliði bandaríska Ryderliðsins, Tom Watson, hefur tekið af allan vafa um hvort að Tiger Woods verði með í Ryderbikarnum sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust. Spurningamerki hefur verið sett við þátttöku Woods í þessum sögufræga viðburði þar sem hann hefur nánast ekkert spilað á tímabilinu vegna aðgerðar sem hann fór í á baki. Watson segir þó í nýlegu viðtali við Golf Magazine að Woods verði pottþétt í liðinu svo lengi sem hann sé heill heilsu. „Það er klárt mál að Tiger Woods verður í liðinu í haust, það er ekki hægt að skilja eftir jafn hæfileikaríkan einstakling. Ég vona að hann nái að koma sér í gott leikform seinna á tímabilinu og verði tilbúinn í þetta, ef ekki þá verð ég sá fyrsti sem heyrir af því. “ Í sama viðtali talaði Watson einnig um þátttöku Phil Mikelson í Ryderbikarnum en þessi vinsæli kylfingur hefur ekki verið í góðu formi að undanförnu og hefur ekki tekist enda meðal tíu efstu manna í móti á PGA-mótaröðinni á tímabilinu. Sagði Watson að það væru svipaðar aðstæður hjá Tiger Woods og Phil Mickelson, að sá síðarnefndi væri of reynslumikill og hæfileikaríkur til þess að skilja eftir heima. Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Goðsögnin og fyrirliði bandaríska Ryderliðsins, Tom Watson, hefur tekið af allan vafa um hvort að Tiger Woods verði með í Ryderbikarnum sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi í haust. Spurningamerki hefur verið sett við þátttöku Woods í þessum sögufræga viðburði þar sem hann hefur nánast ekkert spilað á tímabilinu vegna aðgerðar sem hann fór í á baki. Watson segir þó í nýlegu viðtali við Golf Magazine að Woods verði pottþétt í liðinu svo lengi sem hann sé heill heilsu. „Það er klárt mál að Tiger Woods verður í liðinu í haust, það er ekki hægt að skilja eftir jafn hæfileikaríkan einstakling. Ég vona að hann nái að koma sér í gott leikform seinna á tímabilinu og verði tilbúinn í þetta, ef ekki þá verð ég sá fyrsti sem heyrir af því. “ Í sama viðtali talaði Watson einnig um þátttöku Phil Mikelson í Ryderbikarnum en þessi vinsæli kylfingur hefur ekki verið í góðu formi að undanförnu og hefur ekki tekist enda meðal tíu efstu manna í móti á PGA-mótaröðinni á tímabilinu. Sagði Watson að það væru svipaðar aðstæður hjá Tiger Woods og Phil Mickelson, að sá síðarnefndi væri of reynslumikill og hæfileikaríkur til þess að skilja eftir heima.
Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira