Kristján Þór tryggði sér titilinn á sautjándu holu en hann var þá með þriggja vinninga forystu á Bjarka.
Staðan í úrslitaleiknum var jöfn eftir fyrri níu holurnar en Kristján vann þá tíundu og lét forystuna aldrei af hendi eftir það. Bjarki vann einn vinning til baka á sextándu holu en komst ekki nær.
Hann fór erfiða leið að úrslitunum og lagði fyrst Birgi Leif Hafþórsson í fjórðungsúrslitum og svo Harald Franklín Magnús í undanúrslitum.
Stefán Már Stefánsson hafði svo betur gegn Haraldi Franklín í viðureigninni um þriðja sætið. Báðir keppa fyrir GR.
Þetta er sérstaklega sætur sigur fyrir Kristján Þór sem gagnrýndi Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfara, harkalega í samtali við Vísi á dögunum fyrir að velja sig ekki í landsliðið í golfi.
Lesa má viðtalið og viðbrögð Úlfars hér fyrir neðan.
