Golf

Kristján Þór lagði Harald að velli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Þór Einarsson.
Kristján Þór Einarsson. Vísir/Stefán
Kristján Þór Einarsson er kominn í lokaúrslitin á Íslandsmótinu í holukeppni sem fer nú fram á Hvaleyrarvelli.

Kristján Þór hefur verið í miklu stuði um helgina og lagði í morgun hinn öfluga Harald Franklín Magnús, sem komst í 8-manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu á dögunum, í undanúrslitum.

Kristján Þór komst í forystu strax á annarri holu og lét hana aldrei af hendi, þó svo að Haraldur hafi aldrei leyft honum að stinga af.

Hann tryggði sér svo sigurinn á sautjándu holu en Kristján átti möguleika á erni eftir að hafa slegið í stöngin frá teig. Hann endaði með fugl sem Haraldur náði ekki að leika eftir.

Kristján Þór hefur farið erfiða leið að úrslitaleiknum en í fjórðungsúrslitum hafði hann betur gegn Birgi Leifi Hafþórssyni, Íslandsmeistaranum í höggleik.

Stefán Már Stefánsson, GR og Bjarki Pétursson, GB, eigast við í hinni undanúrslitaviðureigninni í karlaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×