Ungstirnið Patrick Reed leiðir fyrir lokahringinn á Congressional 28. júní 2014 22:22 Það er gaman að fylgjast með hinum kokhrausta Patrick Reed. AP/Getty Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed leiðir fyrir lokahringinn á Quicken Loans National mótinu sem fram fer á Congressional vellinum en hann er samtals á sex höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hann lék þriðja hring í kvöld á 71 höggi eða pari vallar en í öðru sæti á fjórum höggum undir pari koma þeir Marc Leishman frá Ástralíu, SeongYul-Noh frá Suður-Kóreu og Freddie Jacobson frá Svíþjóð. Patrick Reed skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmlega ári síðan þegar hann sigraði á Wyndham meistaramótinu en hann hefur sigrað tveimur öðrum mótum á PGA-mótaröðinni síðan þá. Fyrr á árinu gaf hann út í viðtali að hann væri einn af fimm bestu kylfingum heims en margir hlógu að því enda er hann bara 23 ára gamall og hefur aðeins haft keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Ef Reed tekst að sigra mótið á morgun yrði það fjórði sigur hans á 12 mánuðum en fáir kylfingar á PGA-mótaröðinni geta státað af því. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 en áhugavert verður að sjá hvort að þessi litríki kylfingur landi sigri á hinum erfiða Congressional velli. Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed leiðir fyrir lokahringinn á Quicken Loans National mótinu sem fram fer á Congressional vellinum en hann er samtals á sex höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hann lék þriðja hring í kvöld á 71 höggi eða pari vallar en í öðru sæti á fjórum höggum undir pari koma þeir Marc Leishman frá Ástralíu, SeongYul-Noh frá Suður-Kóreu og Freddie Jacobson frá Svíþjóð. Patrick Reed skaust upp á stjörnuhimininn fyrir rúmlega ári síðan þegar hann sigraði á Wyndham meistaramótinu en hann hefur sigrað tveimur öðrum mótum á PGA-mótaröðinni síðan þá. Fyrr á árinu gaf hann út í viðtali að hann væri einn af fimm bestu kylfingum heims en margir hlógu að því enda er hann bara 23 ára gamall og hefur aðeins haft keppnisrétt á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Ef Reed tekst að sigra mótið á morgun yrði það fjórði sigur hans á 12 mánuðum en fáir kylfingar á PGA-mótaröðinni geta státað af því. Lokahringurinn verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00 en áhugavert verður að sjá hvort að þessi litríki kylfingur landi sigri á hinum erfiða Congressional velli.
Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira