Tiger Woods byrjaði ekki vel á fyrsta hring sínum á PGA-mótaröðinni eftir bakaðgerðina sem hélt honum frá keppni í þrjá mánuði en hann lék Congressional völlinn á 74 höggum eða þremur yfir pari. Woods fékk sjö skolla á fyrstu 12 holunum á hringnum og var um tíma meðal neðstu manna en bætti upp fyrir það með þremur fuglum á síðustu sex holunum.
Quicken Loans National er fyrsta og eina mótið sem Woods mun leika í áður en Opna breska meistaramótið fer fram í næsta mánuði. Fleiri þekktir kylfingar áttu í erfileikum í dag en eins og Woods léku þeir Jordan Spieth og Justin Rose báðir á 74 höggum á fyrsta hring.
Í efsta sæti er Ástralinn Greg Chalmers en hann lék á 66 höggum í dag eða fimm höggum undir pari. Freddie Jacobson og hinn högglangi Ricky Barnes eru jafnir í öðru sæti á fjórum höggum undir.
Annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni á morgun frá klukkan 18:30.
Woods byrjaði ekki vel á fyrsta hring í endurkomu sinni
