Notkun á Tinder aukist um 50 prósent í Brasilíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2014 23:51 VISIR/AFP Notkun á snjallsímaforritinu Tinder hefur aukist um 50 prósent í Brasilíu eftir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst nú fyrir um hálfum mánuði. Forritið er eins konar stefnumótaapp og gerir það fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. Aukningin er rakin til ástleitinna ferðamanna en talið er að um 3.7 milljónir muni leggja leið sína til landsins meðan knattspyrnumótið stendur yfir er fram kemur í frétt Business Insider um málið. Forritið kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið en notendur þess eru nú um 10 milljón talsins. Flestir þeirra eru í Bandaríkjunum og Bretlandi en hlutdeild Brasilíu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum og eru Brasilíumenn nú þriðji fjölmennasti notendahópurinn. Tinder og íþróttamót virðast haldast í hendur en íþróttafólk á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í febrúar voru einnig miklir aðdáendur forritsins. Bandaríska snjóbrettakonan Jamie Anderson sagði meðal annars í samtali við US Weekly að hún hafi neyðst til að eyða aðgangnum sínum svo að hún gæti einbeitt sér að leikunum. Það væru bókstaflega allir keppendur í Sotsjí á Tinder. Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Tinder er þó ekki eina stefnumótaforritið sem hefur fundið fyrir aukinni notkun í kjölfar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Gindr, samskonar forrit fyrir sam- og tvíkynhneigða karlmenn, hefur verið ræst 31 prósenti oftar í Brasilíu á liðnum vikum en í meðalmánuði. Tengdar fréttir Tinder - Appið sem allir eru að tala um Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. 24. maí 2014 09:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Notkun á snjallsímaforritinu Tinder hefur aukist um 50 prósent í Brasilíu eftir að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hófst nú fyrir um hálfum mánuði. Forritið er eins konar stefnumótaapp og gerir það fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. Aukningin er rakin til ástleitinna ferðamanna en talið er að um 3.7 milljónir muni leggja leið sína til landsins meðan knattspyrnumótið stendur yfir er fram kemur í frétt Business Insider um málið. Forritið kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið en notendur þess eru nú um 10 milljón talsins. Flestir þeirra eru í Bandaríkjunum og Bretlandi en hlutdeild Brasilíu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum og eru Brasilíumenn nú þriðji fjölmennasti notendahópurinn. Tinder og íþróttamót virðast haldast í hendur en íþróttafólk á vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í febrúar voru einnig miklir aðdáendur forritsins. Bandaríska snjóbrettakonan Jamie Anderson sagði meðal annars í samtali við US Weekly að hún hafi neyðst til að eyða aðgangnum sínum svo að hún gæti einbeitt sér að leikunum. Það væru bókstaflega allir keppendur í Sotsjí á Tinder. Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Tinder er þó ekki eina stefnumótaforritið sem hefur fundið fyrir aukinni notkun í kjölfar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Gindr, samskonar forrit fyrir sam- og tvíkynhneigða karlmenn, hefur verið ræst 31 prósenti oftar í Brasilíu á liðnum vikum en í meðalmánuði.
Tengdar fréttir Tinder - Appið sem allir eru að tala um Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. 24. maí 2014 09:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tinder - Appið sem allir eru að tala um Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. 24. maí 2014 09:30