Handbolti

Dujshebaev fékk fjögurra leikja bann fyrir punghöggið

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Talant Dujshebaev, þjálfari pólska meistaraliðsins Kielce, var í dag dæmdur í bann ásamt því að fá sekt frá pólska handknattleikssambandinu vegna látbragða sinna eftir leik Kielce og wisla Plock í úrslitaeinvíginu um pólska meistaratitilinn.

Dujshebaev vakti athygli fyrr í vetur þegar hann sló Guðmund Guðmundsson, þjálfara Rhein-Neckar Löwen í punginn eftir leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Eftir leikinn sakaði Dujshebaev á blaðamannafundi Guðmund um að hafa verið dónalegur við sig á meðan leik stóð.

Dujshebaev var aftur á ferðinni í leiknum gegn Wisla Plock en þá sló Dujshebaev spænska þjálfaran Manolo Cadenas sem þjálfar Wisla Plock í punginn. Dujshebaev var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann og þarf hann að greiða 113 þúsund íslenskar krónur í sekt.


Tengdar fréttir

Dujshebaev enn að kýla í pung þjálfara | Myndband

Það sauð upp í úrslitaleik Kielce og Wisla Plock í pólska handboltanum í gær. Þórir Ólafsson var tekinn hálstaki og Talant Dujshebaev hélt áfram að kýla í pung þjálfara andstæðinganna.

Dujshebaev fékk sekt en slapp við leikbann

Handknattleiksþjálfarinn Talant Dujshebaev var ekki dæmdur í leikbann fyrir að kýla Guðmund Þórð Guðmundsson. Aganefnd EHF úrskurðaði í málinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×