Handbolti

Patrekur kosinn þjálfari ársins í Austurríki

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Patrekur í leik Austurríkis og Íslands í apríl.
Patrekur í leik Austurríkis og Íslands í apríl. Vísir/Stefán
Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis í handbolta, var valinn handboltaþjálfari ársins í Austurríki á dögunum. Verðlaunin veita þjálfarar og leikmenn austurríska handboltans.

Patrekur sem tók við þjálfun austurríska landsliðsins fyrir þremur árum hefur náð frábærum árangri með liðið. Lærisveinar hans tryggðu sæti sitt á lokakeppni Heimsmeistaramótsins í Katar á dögunum með sigri á Noregi yfir tvo leiki. Er það aðeins í fimmta sinn sem austurríska liðið tekur þátt á lokamóti HM.

Þá tók liðið þátt á Evrópumótinu í Danmörku í janúar en það var aðeins í annað skiptið sem liðið kemst á lokakeppni Evrópumótsins. Var þetta jafnframt í fyrsta sinn sem liðið kemst á mótið í gegnum umspil en liðið lenti í 11. sæti.

Patrekur hefur einnig átt góðu gengi að fagna með félagsliði sínu á Íslandi en hann stýrði Haukum í vetur. Undir stjórn Patreks unnu Haukar þrjá af fjórum bikurum sem í boði voru og töpuðu þeim síðasta í oddaleik gegn ÍBV upp á Íslandsmeistaratitilinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×