Handbolti

Ekki farið lengra með kvörtun Bosníumanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dragan Markovic, landsliðsþjálfari Bosníu.
Dragan Markovic, landsliðsþjálfari Bosníu. Vísir/Stefán
Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, ætlar ekki að leggja fram kvörtun vegna viðtals sem landsliðsþjálfari Bosníu veitti á dögunum.

Dragan Markovic var gagnrýninn á mótttökur sem lið hans fékk hér á landi þegar það tryggði sér sæti á HM í Katar með því að ná jafntefli í Laugardalshöllinni, 29-29.

Meðal þess sem Markovic gagnrýndi var aðbúnaður liðsins á hóteli þess hér á landi og maturinn sem leikmenn fengu. Einar og Haukur Birgisson, hótelstjóri Hótels Hafnarfjarðar, vísuðu kvörtunum á bug.

Einar sá þó ekki ástæðu til að fara með málið lengra. „Þetta kom fram í einhverju blaðaviðtali úti og þó svo að hann hafi tjáð sig með þessum hætti finnst mér það ástæðulaust,“ sagði Einar og sagði málinu lokið af hálfu HSÍ.

Einar sagði að þeir hefðu svarað vel fyrir sig í fjölmiðlum hér á landi, meðal annars hér á Vísi og í kvöldfréttum Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Vísa ásökunum Bosníumanna á bug

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Haukur Birgisson, hótelstjóri Hótels Hafnarfjarðar, vísa ásökunum Dragan Markovic, þjálfara Bosníu, til föðurhúsana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×