Mokveiði í heiðarvötnunum Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2014 19:48 Góð veiði er búin að vera á heiðunum síðustu daga Mynd: EMK Veiðimenn fjölmenna við heiðarvötnin þessa dagana enda hafa hlýindi síðustu daga mjög góð áhrif á tökugleðina hjá silungnum. Þeir veiðimenn sem við höfum heyrt í segja allir sömu söguna, veiðin er búin að vera frábær á heiðunum og fiskurinn er mun vænni en í fyrra. Vötnin á Skagaheiði hafa verið mjög gjöful þótt mest sé veitt í þeim þar sem aðgengi er gott. Einn hópur vaskra manna fór í Ölvesvatn, Neðstavatn, Efra Nesvatn og Hraunsvatn í vikunni og höfðu um 250 fiska eftir 2 daga veiði á 4 stangir og allt var þetta tekið á flugu. Takan kom í skotum en mest veiddist milli klukkan 5 og 10 á morgnana og síðan aftur eftir 9 á kvöldin. Nokkur umferð hefur verið á svæðinu um helgar þannig að þeir sem eiga kost á því að fara á virkum degi fá meira pláss til að athafna sig. Á Arnarvatnsheiði er líka búin að vera góð veiði og menn yfirleitt sammála um að fiskurinn sé vænni en í fyrra og mun meira virðist vera af fiski. Veiðihópur sem veiddi á heiðinni á miðvikudag og fimmtudag gerði góða veiði með um það bil 140 fiska á 5 stangir en þeir hættu veiðum um miðjan seinni daginn því frauðplastkassarnir voru orðnir fullir og vel það. Mest veiddu þeir í Arnarvötnum, Úlfsvatni, Hlíðarvatni og Krummavatni en kíktu einnig í nokkur önnur en í styttri tíma þar sem veiðin í hinum vötnunum hélt mönnum vel við efnið. Veiði hófst í Veiðivötnum í fyrradag og af því sem við höfum heyrt er búin að vera reytingsveiði og eins og venjulega veiðisti mest í Litla Sjó enda er það vatn stundað mest á þessu svæði. Vötnin sunnan Tungnár eru minna stunduð en við höfum þó heyrt af ágætri veiði í Frostastaðavatni þar af einum veiðimanni sem tók 10 bleikjur fyrir fáum dögum og þar af tvær sem voru um 5 pund. Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði
Veiðimenn fjölmenna við heiðarvötnin þessa dagana enda hafa hlýindi síðustu daga mjög góð áhrif á tökugleðina hjá silungnum. Þeir veiðimenn sem við höfum heyrt í segja allir sömu söguna, veiðin er búin að vera frábær á heiðunum og fiskurinn er mun vænni en í fyrra. Vötnin á Skagaheiði hafa verið mjög gjöful þótt mest sé veitt í þeim þar sem aðgengi er gott. Einn hópur vaskra manna fór í Ölvesvatn, Neðstavatn, Efra Nesvatn og Hraunsvatn í vikunni og höfðu um 250 fiska eftir 2 daga veiði á 4 stangir og allt var þetta tekið á flugu. Takan kom í skotum en mest veiddist milli klukkan 5 og 10 á morgnana og síðan aftur eftir 9 á kvöldin. Nokkur umferð hefur verið á svæðinu um helgar þannig að þeir sem eiga kost á því að fara á virkum degi fá meira pláss til að athafna sig. Á Arnarvatnsheiði er líka búin að vera góð veiði og menn yfirleitt sammála um að fiskurinn sé vænni en í fyrra og mun meira virðist vera af fiski. Veiðihópur sem veiddi á heiðinni á miðvikudag og fimmtudag gerði góða veiði með um það bil 140 fiska á 5 stangir en þeir hættu veiðum um miðjan seinni daginn því frauðplastkassarnir voru orðnir fullir og vel það. Mest veiddu þeir í Arnarvötnum, Úlfsvatni, Hlíðarvatni og Krummavatni en kíktu einnig í nokkur önnur en í styttri tíma þar sem veiðin í hinum vötnunum hélt mönnum vel við efnið. Veiði hófst í Veiðivötnum í fyrradag og af því sem við höfum heyrt er búin að vera reytingsveiði og eins og venjulega veiðisti mest í Litla Sjó enda er það vatn stundað mest á þessu svæði. Vötnin sunnan Tungnár eru minna stunduð en við höfum þó heyrt af ágætri veiði í Frostastaðavatni þar af einum veiðimanni sem tók 10 bleikjur fyrir fáum dögum og þar af tvær sem voru um 5 pund.
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Langá loksins að fá stóru göngurnar? Veiði