Haraldur kominn í 8 manna úrslit Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júní 2014 16:41 Mynd/GSÍmyndir.net Haraldur Franklín Magnús komst í 8-manna úrslit í Opna breska áhugamannamótinu í golfi í dag. Er þetta aðeins í annað sinn sem Íslendingur nær þessum áfanga en Björgin Sigurbergsson var sá fyrsti. Hann mætti heimamanninum Paul Kinnear í seinni hring dagsins eftir að hafa unnið einvígið gegn Jordan Smith fyrr í dag. Haraldur byrjaði vel og fékk tvo fugla á fyrstu tveimur holunum en eftir það hægðist aðeins á spilamennskunni. Skiptust þeir á forystunni næstu átta holur þar til Haraldur gaf aftur í. Tryggði hann sigurinn og sæti sitt í 8-manna úrslitum á næst seinustu holunni með pari. Haraldur mætir hinum skoska Neil Bradley á morgun og ræsa þeir út klukkan 8:45. Að miklu er að keppa en sigurvegari mótsins fær þátttökurétt á Opna breska Meistaramótinu í júlí, Opna bandaríska meistaramótinu á næsta ári og hefð er að sigurvegaranum sé einnig boðin þátttaka á Masters mótinu. Golf Tengdar fréttir Haraldur í 16-manna úrslitin Haraldur Franklín Magnús er kominn í 16-manna úrslit Opna breska áhugamannamótsins eftir að hafa unnið Jordan Smith í bráðabana. 20. júní 2014 13:00 Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús komst í 8-manna úrslit í Opna breska áhugamannamótinu í golfi í dag. Er þetta aðeins í annað sinn sem Íslendingur nær þessum áfanga en Björgin Sigurbergsson var sá fyrsti. Hann mætti heimamanninum Paul Kinnear í seinni hring dagsins eftir að hafa unnið einvígið gegn Jordan Smith fyrr í dag. Haraldur byrjaði vel og fékk tvo fugla á fyrstu tveimur holunum en eftir það hægðist aðeins á spilamennskunni. Skiptust þeir á forystunni næstu átta holur þar til Haraldur gaf aftur í. Tryggði hann sigurinn og sæti sitt í 8-manna úrslitum á næst seinustu holunni með pari. Haraldur mætir hinum skoska Neil Bradley á morgun og ræsa þeir út klukkan 8:45. Að miklu er að keppa en sigurvegari mótsins fær þátttökurétt á Opna breska Meistaramótinu í júlí, Opna bandaríska meistaramótinu á næsta ári og hefð er að sigurvegaranum sé einnig boðin þátttaka á Masters mótinu.
Golf Tengdar fréttir Haraldur í 16-manna úrslitin Haraldur Franklín Magnús er kominn í 16-manna úrslit Opna breska áhugamannamótsins eftir að hafa unnið Jordan Smith í bráðabana. 20. júní 2014 13:00 Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28 Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur í 16-manna úrslitin Haraldur Franklín Magnús er kominn í 16-manna úrslit Opna breska áhugamannamótsins eftir að hafa unnið Jordan Smith í bráðabana. 20. júní 2014 13:00
Þrjú landslið í golfi valin Úlfar Jónsson búinn að velja þá kylfinga sem keppa á næstu mótum. 20. júní 2014 12:28