Bikarmeistarar Breiðabliks og Íslandsmeistarar Stjörnunnar mætast í undanúrsiltum Borgunarbikars kvenna í fótbolta en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í dag.
Í hinni viðureigninni eigast við Fylkir og Selfoss en Fylkisliðið er nýliði í Pepsi-deildinni. Leikirnir fara fram 25. og 26. júlí.
Hvorki Fylkir né Selfoss hafa áður leikið til úrslita þannig ljóst er að brotið verður blað í sögu annars félagsins.
